Ástarpungarnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ástarpungarnir er ballhljómsveit frá Siglufirði sem hefur starfað síðan 2020. Hljómsveitin hefur komið fram á viðburðum víða um landið ásamt því að taka upp og gefa út bæði frumsamin lög og annarra. Hljómsveitina skipa sex strákar. Þeir heita Guðmann Sveinsson, Hörður Ingi Kristjánsson, Júlíus Þorvaldsson, Mikael Sigurðsson, Rodrigo dos Santos Lopes og Tryggvi Þorvaldsson. Þeir gáfu út frumsamda lagið „Aleinn á Nýársdag“ árið 2021 og „Komdu með að dansa“ árið 2022. Þekktasta útgáfa þeirra er lagið „Þorparinn“ eftir Pálma Gunnarsson og gáfu þeir út sína eigin útgáfu af því.

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.