Áslandsskóli
Útlit
Áslandsskóli er íslenskur grunnskóli, staðsettur í Áslandi í Hafnarfirði, stofnaður árið 2001. Hann var upprunalega með 1-7. bekk en hefur nú (2007) útskrifað þrjá árganga úr 10. bekk. Nemendur eru um 650 talsins. Árlega halda nemendur í skólanum menningarhátíð, reka 10. bekkingar m.a.s. ár hvert kaffihús. Allur gróði á kaffihúsinu rennur til ABC barnahjálpar, en skólinn hefur styrkt hana undanfarin ár. Skólastjóri skólans er Hafnfirðingurinn Unnur Elfa Guðmundsdóttir. Skólinn skiptist í 3 deildir, yngri deild (1.-4 . bekkur) miðdeild (5.-7. bekkur) og unglingadeild 8.-10. bekkur.