Áslandsskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Áslandsskóli er íslenskur grunnskóli, staðsettur í Áslandi í Hafnarfirði, stofnaður árið 2001. Hann var upprunalega með 1-7. bekk en hefur nú (2007) útskrifað þrjá árganga úr 10. bekk. Nemendur eru um 650 talsins. Árlega halda nemendur í skólanum menningarhátíð, reka 10. bekkingar m.a.s. ár hvert kaffihús. Allur gróði á kaffihúsinu rennur til ABC barnahjálpar, en skólinn hefur styrkt hana undanfarin ár. Skólastjóri skólans er Hafnfirðingurinn Leifur Sigfinnur Garðarsson. Skólinn skiptist í 3 deildir, yngri deild (1.-4 . bekkur) miðdeild (5.-7. bekkur) og unglingadeild 8.-10. bekkur. Einu sinni í viku er haldin svokölluð morgunstund, en hún er haldin í fyrstu kennslustund dagsins. Á hverri morgunstund er einn bekkur búinn að undirbúa sýningu fyrir sýna deild, þar sem hann sýnir leikrit, vídeó, unnin verkefni eða eitthvað slíkt. En alltaf er fjallað um dygð mánaðarins. Hann er líka frekar leiðinlegur.