Álfamöttull

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Álfamöttull (fræðiheiti Plectranthus scutellarioides)er blómplanta af varablómaætt sem upprunnin er í suðaustur Asíu til Ástralíu. Jurtin er ræktuð sem skrautjurt vanalega allt að 60–75 sm há, umfangsmikil og runnkennd sígræn og fjölær jurt sem ræktuð er vegna skrautlegra og litskrúðugra laufblaða. Til eru margs konar afbrigði. Samheiti yfir þessa tegund eru Coleus blumei og Solenostemon scutellarioides.