Wikipedia:Grein mánaðarins/07, 2020

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjóræningjar frá Barbaríinu, stundum kallaðir Ottómanaræningjar (Corsairs), voru sjóræningjar og strandhöggsmenn sem höfðu bækistöðvar í Norður-Afríku, en þó aðallega í hafnarbæjum í Túnis, Trípólí og Alsír. Þetta svæði var þekkt í Evrópu sem Sjóræningjaströndin eða Barbaríið, en íbúar svæðisins voru Berbar.

Sjórán sjóræningja frá Barbaríinu náðu allt til Miðjarðarhafsins, suður meðfram Atlantshafsströnd Vestur-Afríku, um Atlantshafið allt að Suður-Ameríku og norður til Íslands. Athafnasvæði þeirra var þó fyrst og fremst í vesturhluta Miðjarðarhafsins. Þeir réðust þar á og hertóku skip og gerðu einnig strandhögg í þorpum og bæjum við strendur Evrópu, aðallega á Ítalíu, í Frakklandi, Spáni og Portúgal en þó líka í Englandi, Skotlandi, Hollandi, Írlandi og allt til Íslands. Aðaltilgangur ránsferðanna var að útvega kristna þræla fyrir íslamska markaði í Norður-Afríku og Miðausturlöndum.

Á seinni hluta sautjándu aldarinnar dró úr sjóránum, þar sem öflug evrópsk sjóveldi beittu í auknum mæli flota sínum til að halda frið og þvinga sjóræningjana til að að hætta að ráðast á kaupskip. Samt sem áður héldu skip og strendur kristinna ríkja sem ekki nutu slíkrar verndar áfram að verða fyrir sjóránum þar til snemma á 19. öldinni.