Wikipedia:Gæðagreinar/Finnland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af þéttleika byggðar í Finnlandi.
Kort af þéttleika byggðar í Finnlandi.

Finnland (finnska: Suomi, Suomen tasavalta, sænska: Republiken Finland) er eitt Norðurlandanna í norðanverðri Evrópu. Landið liggur að tveimur flóum úr Eystrasalti, Helsingjabotni í vestri og Kirjálabotni í suðri. Það á einnig landamæri að Svíþjóð í vestri, Noregi í norðri og Rússlandi í austri. Álandseyjar í Eystrasaltinu eru undir finnskri stjórn en njóta víðtækrar sjálfstjórnar. Finnland er stundum nefnt Þúsundvatnalandið.

Finnland er í Evrópusambandinu og er eina Norðurlandaþjóðin sem hefur tekið upp evruna sem gjaldmiðil.

Höfuðborg Finnlands heitir á finnsku Helsinki og sænsku Helsingfors og er einnig stærsta borg landsins. Aðrir stærstu bæir í stærðarröð eru eftirfarandi: Espoo (sænska: Esbo), Tampere (s. Tammerfors), Vantaa (s. Vanda), Turku (s. Åbo) og Oulu (s. Uleåborg). Espoo og Vantaa ásamt Helsinki mynda höfuðborgarsvæðið.

Lesa áfram um Finnland...