Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Skjaldamerki Verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna.

Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna (e. United States Securities and Exchange Commission, SEC) er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem hefur eftirlit með verðbréfamörkuðum og kauphöllum í Bandaríkjunum. Verðbréfaeftirlitið er hluti alríkisins. Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna er líklega sú stofnun í Bandaríkjunum sem er hvað sambærilegust Fjármálaeftirliti Bretlands (FSA) og Fjármálaeftirlitinu á Íslandi en þeim er ætlað að hafa heildstætt eftirlit með fjármálamörkuðum.

Verðbréfaeftirlitið var upprunalega stofnað með lögum um verðbréfaviðskipti frá 1934 (e. The Securities Exchange Act of 1934), og var hluti New Deal lagasetningar Franklin Delano Roosevelt sem var ætlað að reisa efnahag Bandaríkjanna úr öskustó Kreppunnar miklu.