Svaðilför í Surtsey

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Svaðilför í Surtsey
(L'Île Noire)
Forsíða íslensku útgáfunnar
ÚtgefandiCasterman
Útgáfuár1938
RitröðÆvintýri Tinna
Höfundar
HandritshöfundarHergé
ListamaðurHergé
Upphafleg útgáfa
Útgefið íLe Petit Vingtième
Dagsetning útgáfuApril 15, 1937 - June 16, 1938
TungumálFranska
ISBNISBN 2-203-00107-0
Þýðing
ÚtgefandiFjölvi
Útgáfuár1974
ISBNISBN 9979583746
ÞýðendurLoftur Guðmundsson
Tímatal
UndanfariSkurðgoðið með skarð í eyra, 1937
FramhaldVeldissproti Ottókars konungs, 1939

Svaðilför í Surtsey / Myrkey er sjöunda bókin í bókaflokknum um Ævintýri Tinna. Bókin kom fyrst út hjá Fjölva útgáfu árið 1971 í þýðingu Lofts Guðmundssonar og í nýrri þýðingu Anítu K. Jónsdóttur hjá Froski útgáfu árið 2022.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Tinni sér á gönguferð sinni um hinar belgísku sveitir flugvél nauðlenda. Hann fer til þess aðstoða og veitir því eftirtekt að flugvélin hefur ekki neitt skrásetningarnúmer. Þegar hann nálgast flugvélina er hann skotinn af flugmanninum. Eftir að hafa náð bata á sjúkrahúsi greina lögreglumennirnir Skafti og Skapti Tinna frá því að önnur álíka flugvél hafi nauðlent á engi í Sussex á Englandi. Tinni ákveður að rannsaka þetta mál sjálfur.

Tinni tekur lest frá Brussel í áttina að ströndinni til Oostende og síðan ferju í áttina Dover á Englandi. Á meðan á siglingunni stendur er Tinni sakaður um árás og rán á samferðamanni sínum (sem er í raun meðlimur í glæpagenginu sem Tinni er kominn í kast við). Skafti og Skapti handtaka Tinna, en hann nær að flýja með því að handjárna þá báða við hvorn annan á meðan þeir eru sofandi.

Eftir komuna til Englands er Tinna rænt af glæpagenginu sem komu sökinni á hann. Þeir halda með hann að klettabrún, þar sem þeir ætla henda honum fyrir björg, en Tinna tekst að sleppa úr klóm þeirra með hjálp Tobba. Smátt og smátt berast böndin í rannsókninni að Dr. J.W. Müller sem, ásamt bílstjóra sínum, Ivan, er hluti af hópi peningafalsara. Leiðtogi þess hóps er Puschov, hið meinta fórnarlamb Tinna á ferjunni.

Eltingarleikur Tinna við Müller og Ivan endar í flughrapi í afskekktri byggð í Skotlandi, þar sem vingjarnlegur bóndi gefur Tinna pils til að klæðast. Hann heimsækir krá eina í strandbænum Kiltoch, þar sem honum eru sagðar skuggalegar sögur af Surtsey. Þar á að hafast við grimmilegt skrímsli sem ræðst á og drepur fólk. Tinni kaupir bát frá þorpsbúa einum og heldur í átt til eyjarinnar. Þar er hann næstum drepinn af górillunni Ranko og bátnum stolið. Hann er því strandaður á eyjunni, en uppgötvar að hún er felustaður peningafalsarahóps þeirra Puschovs og Müllers.

Tinna tekst tímabundið að koma böndum á hópinn (sem tekst þó að losna um síðir) og hringir í lögregluna með loftskeytatæki falsaranna, eftir að hafa horft á Skafta og Skapta óafvitandi vinna verðlaun í flugsýningarkeppni. Eftir mikið umsátur (þar sem Ranko handleggsbrotnar), næst að handsama peningafalsarana, og Tinni heldur aftur til lands þar sem górillan Ranko vekur athygli blaðamanna. Peningafölsurunum er komið fyrir í steininum en Ranko, sem er öllu friðsælli nú en áður, fær vist í dýragarði í Glasgow. Tinni ákveður að halda heim á leið í flugvél, en Skafti og Skapti, sem hafa nú sæst við Tinna, eru enn skelkaðir eftir síðustu flugferð og ákveða að fara heldur landleiðina.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.