Fara í innihald

Svínaflensufaraldurinn 2009

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útbreiðsla H1N1 inflúensufaraldursins 2009
  Staðfest dauðsföll
  Staðfest tilvik
  Óstaðfest tilvik eða grunur um tilvik

Svínaflensufaraldurinn 2009 var sjúkdómsfaraldur sem nýr stofn af H1N1 inflúensuveirunni olli. Faraldurinn uppgötvaðist í mars 2009. Dánartíðni þeirra sem sýkjast af svínaflensunni er lægri en dánartíðni þeirra sem smituðust af fuglaflensunni, en á móti kemur að svínaflensufaraldurinn breiddist hraðar út og smitast á milli manna ólíkt fuglaflensunni.[1]

Óttast var að svínaflensan gæti orðið að heimsfaraldri en þann 29. apríl 2009 hækkaði Alþjóðaheilbrigðisstofnunin viðbúnaðarstig vegna farsóttarhættu í heiminum í 5. stig en viðbúnaðarstig Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vegna farsóttarhættu eru alls 6.[2]

Svínaflensa eða svínainflúensa hefði þó komið upp áður en hún greindist fyrst í mönnum á 6. áratug 20. aldar.[3]

Einkenni svínainflúensu eru um margt lík einkennum annarrar inflúensu, þ.e. hiti, vöðvaverkir og einkenni frá öndunarfærum.[4]

Útbreiðsla á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Tilkynnt var um fyrsta tilfelli af svínaflensu á Íslandi þann 23. maí 2009. Sá smitaði kom til landsins frá New York og veiktist hann skömmu eftir komuna til Íslands.[5][6]

Tilkynnt var um annað tilfelli þann 9. júní 2009. Sá smitaði var sextugur karlmaður á höfuðborgarsvæðinu sem hafði komið til landsins frá Bandaríkjunum.[7] [8]

Grunsemdir höfðu áður vaknað um tilfelli á Íslandi en þær reyndust ekki á rökum reistar. Haraldur Briem sóttvarnalæknir tilkynnti þann 28. apríl að tveir einstaklingar sem komu til Íslands frá Bandaríkjunum myndu gangast undir læknisrannsókn vegna vægra og óljósra einkenna. Hann sagði þó ólíklegt að um svínaflensu væri að ræða.[9] 29. apríl kom í ljós að ekki var um svínaflensu að ræða.[10]

Íslendingar höfðu náið samband við Alþjóða heilbrigðisstofnunina, sóttvarnastofnanir í Evrópu (ECDC), Bandaríkjunum (CDC) og Evrópusambandið varðandi eftirlit og viðbrögð við svínaflensunni. Upprunalega benti Landlæknir fólki sem ætlaði að ferðast annaðhvort til Mexíkó eða Bandaríkjanna (sérstaklega til Kaliforníu og Texas) að hafa varann á og hafa samband við lækni undir eins ef það finndi einkenni svínaflensu[11] en seinna var fólki ráðlagt gegn því að ferðast til Mexíkó nema nauðsyn bæri.[12]

Þann 28. apríl var það tilkynnt að farþegar sem kæmu til landsins frá Bandaríkjunum eða Mexíkó yrðu undir eftirliti og ef þeir sýndu minnstu einkenni inflúensu þá myndu þeir undirgangast læknisrannsókn.[13]

Svínainflúensan er næm fyrir lyfjunum Tamiflu og Relenza en á Íslandi eru til birgðir af þeim fyrir þriðjung þjóðarinnar.[14]

Í viðbragsáætlun almannavarna vegna heimsfaraldurs inflúensu var gert ráð fyrir tveimur mismunandi tilfellum[15]:

  • Slæmu tilfelli þar sem 50% Íslendinga sýkist og um 3% látast.
  • Hagstæðara tilfelli þar sem 25% Íslendinga sýkjast og um 1% látast.
  1. mbl.is: Óttast svínaflensuna meira en fuglaflensuna
  2. mbl.is: Viðbúnaðarstig 5 vegna flensu
  3. Landlæknisembættið. „Hvað er svínainflúensa?“. Vísindavefurinn 27.4.2009. http://visindavefur.is/?id=52478. (Skoðað 27.4.2009).
  4. Landlæknisembættið. „Hvað er svínainflúensa?“. Vísindavefurinn 27.4.2009. http://visindavefur.is/?id=52478. (Skoðað 27.4.2009).
  5. mbl.is: Var bara tímaspursmál
  6. Snið:Landlæknisembættið
  7. mbl.is: Nýtt flensutilfelli á Íslandi
  8. Snið:Landlæknisembættið
  9. mbl.is: Tvö óstaðfest tilfelli
  10. Vísir.is: Grunur um svínaflensu á Íslandi ekki á rökum reistur
  11. „Fréttir“ 27. apríl 2009 á vefsíðu Landlæknisembættisins.
  12. mbl.is: Ekkert um afpantanir
  13. mbl.is: Fylgst með farþegum
  14. mbl.is: Fylgst með farþegum
  15. Guðrún Sigmundsdóttir, Íris Marelsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Sigríður Sigurðardóttir og Þórólfur Guðnason (ritstj.), „Viðbragðsáætlun almannavarna: Heimsfaraldur inflúensu Landsáætlun“ Geymt 29 apríl 2009 í Wayback Machine. Sóttvarnarlæknir og Ríkislögrelustjórinn (2008): 21.
  • „Hvað er svínainflúensa?“. Vísindavefurinn.
  • Svínaflensa á Íslandi; grein í Mbl.is