Sparisjóður Hafnarfjarðar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sparisjóður Hafnarfjarðar var stofnaður 22. desember 1902 af tíu Hafnfirðingum. Sparisjóðurinn sameinaðist Sparisjóði vélstjóra og hefur starfað sem Byr sparisjóður frá mars 2007.

Sparisjóðurinn starfaði í fyrstu í heimahúsum stofnenda sjóðsins. Árið 1929 fluttist starfsemin í leiguhúsnæði að Austurgötu 37. Þann 3. október 1932 var starfsemin flutt í stærra húsnæði að Strandgötu 4. Loks var starfsemin flutt í Ráðhús Hafnarfjarðarbæjar. Í janúar 1992 opnaði sparisjóðurinn útibú á Garðatorgi í Garðabæ.