Skáldskapur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Úr Ævintýri Lísu í Undralandi eftir Lewis Carroll.

Skáldskapur eru sögur sem eru ekki fyllilega sannleikanum samkvæmar heldur eru ímyndaðar. Skáldskapur kemur fyrir í frásagnarlistum eins og til dæmis bókmenntum, dansi og leik en orðið er líka stundum notað í merkingunni bull eða lygi. Skáldagáfan, hæfileikinn til að skálda upp atburði, aðstæður og persónur sem eiga sér ekki samsvörun í raunveruleikanum, er einn af grundvallarþáttum menningar og eitt af því sem einkennir mannlegt eðli. Talað er um að einhver taki sér skáldaleyfi þegar hann með segir frá einhverju sem á sér enga stoð eða afbakar raunveruleikann vísvitandi. Skáldskapur er þannig list þar sem áheyrendur eða áhorfendur gangast meðvitað inn á forsendur ímyndaðs heims og þeir sem flytja og skrifa skáldskap eru sagðir hafa skáldagáfu.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.