Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Málverk John Trumbulls af uppkastsnefndinni að kynna sjálfstæðisyfirlýsinguna fyrir þinginu í Philadelphiu.
Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna.

Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjannaensku: Declaration of Independence) var samþykkt þann 4. júlí árið 1776. Í yfirlýsingunni kom fram að þrettán nýlendur á austurströnd Bandaríkjanna — þá í stríði við Breta — væru nú sjálfstæð ríki án afskipta breska heimsveldisins. Þar er ennfremur að finna formlega útskýringu á því hvers vegna kosið hafði verið um sjálfstæði 2. júlí, rúmu ári eftir að bandaríska frelsisstríðið braust út. Þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna (á ensku Independence Day) er haldinn hátíðlegur 4. júlí ár hvert. Sagnfræðingar hafa þó deilt um dagsetningu undirritunarinnar, þó að yfirlýsingin hafi verið samþykkt 4. júlí. Flestir eru á þeirri skoðun að undirritunin hafi farið fram 2. ágúst 1776, tæpum mánuði síðar.

Aðalhöfundur yfirlýsingarinnar var Thomas Jefferson.