Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Málverk John Trumbulls af uppkastsnefndinni að kynna sjálfstæðisyfirlýsinguna fyrir þinginu í Philadelphiu.
Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna.

Sjálfstæðisyfirlýsing|Bandaríkjannaensku: Declaration of Independence) var samþykkt þann 4. júlí árið 1776. Í yfirlýsingunni kom fram að þrettán nýlendur á austurströnd Bandaríkjanna — þá í stríði við Breta — væru nú sjálfstæð ríki án afskipta breska heimsveldisins. Þar er ennfremur að finna formlega útskýringu á því hvers vegna kosið hafði verið um sjálfstæði 2. júlí, rúmu ári eftir að bandaríska frelsisstríðið braust út. Þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna (á ensku Independence Day) er haldinn hátíðlegur 4. júlí ár hvert. Sagnfræðingar hafa þó deilt um dagsetningu undirritunarinnar, þó að yfirlýsingin hafi verið samþykkt 4. júlí. Flestir eru á þeirri skoðun að undirritunin hafi farið fram 2. ágúst 1776, tæpum mánuði síðar.

Höfundar að sjálfstæðisyfirlýsingunni[breyta]

Segja má að einn frægasti hluti sjálfstæðisyfirlýsingarinnar sé inngangur hennar. Þar kemur meðal annars fram að það sé sjálfgefið (e. self-evident) að allir menn séu skapaðir jafnir og að skapari þeirra hafi gefið þeim ákveðin óafsalanleg réttindi. Meðal þessara réttinda eru frelsi, leitin að hamingju og réttur til lífs. Til að tryggja þessi réttindi verða stjórnvöld að vera stofnsett af mönnum og njóta stuðnings fólksins sem þau eiga að stjórna. Þannig öðlast stjórnvöld sín réttmætu völd. Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna var fyrsta formlega yfirlýsingin sem sýnir fram á rétt þjóðar til að velja þeirra eigin stjórnvöld. Þar með markaði hún mikilvæg þáttaskil í lýðveldissögunni. En hún var ekki aðeins mikilvæg í sögu Bandaríkjanna, heldur hafði hún einnig áhrif á aðrar þjóðir og má þar til dæmis nefna frönsku byltinguna[1]

Opinberlega var sjálfstæðiyfirlýsingin rituð af fimm manna nefnd. Þessir fimm menn voru þeir Benjamin Franklin, Thomas Jefferson, John Adams, Roger Sherman og Robert R. Livingston. Þær heimildir sem til eru um störf nefndarinnar er aðallega að finna í frásögnum Jefferson og Adams. En þar sem heimildirnar voru ekki ritaðar fyrr en mörgum árum eftir að störfum hennar lauk er erfitt að segja hvaða málsgreinar og setningar komu frá hverjum og einum. Það skal tekið fram að óopinberlega er talið að Thomas Jefferson sé aðal höfundur sjálfsstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna[2]

Drögin verða til[breyta]

Árið 1774 gaf Thomas Jefferson út ritverk sem heitir“A Summary View of the Rights of British America.“ Með þessari bók ávann Jefferson sér mikla virðingu og varð einhverskonar rödd sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjanna. Eftir honum var tekið og fékk hann það hlutverk að gera drög af því sem síðar varð sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna. Þeir meðlimir nefndarinnar sem stóðu að gerð sjálfstæðisyfirlýsingarinnar ásamt Jefferson, hvöttu hann einróma til að vinna einn að drögunum, sem og hann gerði. Jefferson ákvað að bera drögin undir tvo nefndarmenn, þá dr. Benjamin Franklin og John Adams. Eftir þeirra ráðleggingar ritaði Jefferson síðan lokadrögin og kynnti þau fyrir öllum nefndarmönnum og síðar þjóðþinginu.[3]

Drögin verða að lögum[breyta]

Drögunum sem Jefferson ritaði var skipt upp í fimm kafla. Inngangur, formáli, meginmál sem var skipt upp í tvo kafla og síðan niðurstöður. Í inngangi leggur Jefferson mikla áherslu á það hversu mikilvægt og í raun nauðsynlegt það er fyrir þessar þrettán nýlendur að fá sjálfstæði frá Breska heimsveldinu. Þjóðþing nýlendanna ( e. The Continental Congress) þingaði um það í fjóra daga, frá 1. júlí til 4.júlí 1776 hvort samþykkja ætti drögin hans Thoma Jefferson sem sjálfstæðisyfírlýsingu nýlendanna. Þann 4. júlí samþykkti þjóðþingið að nota drögin hans Thomas Jefferson nánast í óbreyttri mynd, sem sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna ( e. Declaration of Independence)[4]


Tilvísanir[breyta]

  1. History.com staff. „Declaration of Independence“, skoðað þann 25. október 2014.
  2. Gunnar Þór Magnússon. „Hver skrifaði bandarísku sjálfstæðisyfirlýsinguna?“, skoðað þann 25. október 2014.
  3. History.com staff. „Declaration of Independence“, skoðað þann 31. október 2014.
  4. History.com staff. „Declaration of Independence“, skoðað þann 31. október 2014.

Heimildir[breyta]