Saint-John Perse
Útlit
Saint-John Perse (dulnefni Alexis Léger, einnig Alexis Saint-Léger Léger) (31. maí 1887 – 20. september 1975) var franskt skáld og ríkiserindreki. Perse er einna frægastur fyrir verk sitt Anabase (Austurför), sem kom út árið 1924 en einnig: Exile (Útlegð) (1942) og Vents (Vinda) (1946). Verkið Útlegð (Exile) kom út á íslensku árið 1992 í þýðingu Sigfúsar Daðasonar. Perse hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1960.
Verk Saint-John Perse
[breyta | breyta frumkóða]- Éloges (1911)
- Anabase (1924)
- Exil (1942)
- Pluies et Poème à l'étrangère (1943)
- Neiges (1944)
- Vents (1946)
- Amers (1957)
- Chronique (1960)
- Poésie (1961)
- Oiseaux (1963)
- Chant pour un équinoxe (1971)
- Nocturne (1973)
- Sécheresse (1974)
- Œuvres complètes (1982)