Fara í innihald

Rahm Emanuel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rahm Emanuel
Borgarstjóri Chicago
Í embætti
16. maí 2011 – 20. maí 2019
ForveriRichard M. Daley
EftirmaðurLori Lightfoot
Starfsmannastjóri Hvíta hússins
Í embætti
20. janúar 2009 – 1. október 2010
ForsetiBarack Obama
ForveriJoshua Bolten
EftirmaðurPete Rouse (starfandi)
Fulltrúadeildarþingmaður fyrir 5. kjördæmi Illinois
Í embætti
3. janúar 2003 – 2. janúar 2009
ForveriRod Blagojevich
EftirmaðurMike Quigley
Persónulegar upplýsingar
Fæddur29. nóvember 1959 (1959-11-29) (65 ára)
Chicago, Illinois, Bandaríkjunum
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkurinn
MakiAmy Rule ​(g. 1994)​
TrúarbrögðGyðingdómur
Börn3
HáskóliSarah Lawrence-háskóli (BA)
Northwestern-háskóli (MA)
StarfStjórnmálamaður, fjárfestir
Undirskrift

Rahm Israel Emanuel (f. 29. nóvember 1959) er bandarískur stjórnmálamaður, fyrrverandi borgarstjóri Chicago og fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins í ríkisstjórn Baracks Obama. Hann hefur verið sendiherra Bandaríkjanna í Japan frá 1. febrúar 2022.

Hann er fæddur í Chicago Bandaríkjunum inn í fjölskyldu gyðinga og sem barn var hann settur í leikskóla sem starfar í nafni íhaldssamra gyðinga. Þegar fjölskylda hans flutti svo til bæsins Wilmette gékk hann í hefðbundnari opinbera barnaskóla.[1]

Síðan hann var ungur hefur hann dansað ballet og hefur hann B.A gráðu frá dansdeild Sarah Lawrence College. Eftir dansnámið fór hann í nám í Northwestern University þar sem hann öðlaðist meistaragráðu í Speech and Communication

Í persaflóastríðinu árið 1991 vann hann sem sjálfboðaliði fyrir ísraelska herinn.[2]

Pólitískur ferill

[breyta | breyta frumkóða]

Pólitískur ferill Emanuel hófst þegar hann starfaði árið 1984 starfaði við kosningaherferð demókratans Paul Simon til öldungadeildarþings bandaríkjanna og fjórum árum seinna stjórnaði hann herferðum The Democratic Congressional Campaign Committee.[3]

Þegar Bill Clinton, þáverandi ríkisstjóri Arkansas bauð sig fram til forseta árið 1992 var Emanuel ráðinn fjármálastjóri kosningabaráttunnar. Undir hans stjórn safnaði kosningasjóður Clinton 72 milljón dollurum sem var á þeim tíma mesta upphæð sem safnast hafði. Sagt var að þessum árangi hafi hann náð vegna þeirra tengsla sem hann átti við hóp fjársterkra gyðinga. Eftir að Clinton náði kjöri réð hann Emanuel sem einn af sínum helstu ráðgjöfum og starfaði Emanuel í Hvíta Húsinu frá 1993 til 1998.[4]

Starfsmannastjóri Hvíta hússins

[breyta | breyta frumkóða]
Rahm Emanuel les dagblað á skrifstofu forseta bandaríkjanna

Aðeins tveimur dögum eftir að Obama lýsti yfir sigri í forsetakosningunum 2008 var tilkynnt að Rahm Emanuel myndi gegna starfi starfsmannastjóra Hvíta hússins.[5]

Hlutverk starfsmannastjóra hvíta hússins er meðal annars að vera helsti ráðgjafi forsetans ásamt því að ráða aðra ráðgjafa forsetans og starfsmenn forsetaembættissins. Þá er fellur það einnig í hlutverk starfsmannastjórans að vera í sambandi við bandaríska þingið og aðra pólitíkusa og sjá til þess að stefna forsetans nái fram að ganga. Það er því ekki að ástæðulausu sem talað erum stöðuna sem eina þá áhrifamestu í bandarískum stjórnmálum.

Ráðning Emanuels sem starfsmannastjóri var talsvert umdeild vegna tengsla hans við Ísrael og meintar síonískar skoðanir hans. Þó voru einhverjir sem töldu að ráðning hans væri góð með tilliti til friðarviðræðna á vesturbakkanum þar sem hann væri nógu harður og ákveðinn til að sjá til þess að Ísraelar stöðvi frekari byggðir landnema á Gazaströndinni.[6]

Framboð til borgarstjóra Chicago

[breyta | breyta frumkóða]

Þann 30.september 2010 var tilkynnt að Emanuel myndi hætta sem starfsmannastjóri hvíta hússins til þess að fara í framboð til borgarstjóra Chicago. Pete Rouse var settur sem tímabundinn eftirmaður hans þann 2. oktober 2010.[7]

Foreldrar hans eru Benjamin M. Emanuel, ísraelskur barnalæknir og Marsha Smulevitz, dóttir verkalýðsleiðtoga í Chicago. Emanuel er giftur Amy Rule og eiga þau saman einn son og tvær dætur. Bróðir Rahm, Ari Emanuel (f. 1961) er fyrirmynd umboðsmannsins Ari Gould í sjónvarpsþáttaröðinni Entourage, en Ari Emanuel hefur verið umboðsmaður fyrir fjölda þekktra leikara.

Emanuel er giftur Amy Rule og eiga þau saman einn son og tvær dætur.[8]

Persónuleiki

[breyta | breyta frumkóða]

Emanuel þykir harður í horn að taka og er hann þekktur fyrir mikinn skapofsa. [9]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Newest Jewish U.S. Representative Makes Instant Impact“. JTA.
  2. „Rahm Emanuel and Arab Perceptions“. Huffington Post.
  3. „About Rahm“.
  4. „Newest Jewish U.S. Representative Makes Instant Impact“. JTA.
  5. „Exclusive: Emanuel accepts White House job“.
  6. „Rahm Emanuel and Israel“.
  7. „ABC News: Obama Chief of Staff Rahm Emanuel Likely to Announce White House Departure This Week“.
  8. „Emanuel, Rahm“.
  9. „Come, O Come, Emenuel“.


Fyrirrennari:
Richard M. Daley
Borgarstjóri Chicago
(16. maí 201120. maí 2019)
Eftirmaður:
Lori Lightfoot