Notandi:Fridrik914/sandbox

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Latnesk tónlist[breyta | breyta frumkóða]

latnesk tónlist fær stíl sin og takta aðalega frá löndum í suður-amaríku og einnig latneskum tónlistar mönnum í bandaríkjunum. Stefnan hefur meðal annars fengið áhrif frá tónlistarmönnum í evrópskum löndum eins og spáni og portúgal. Oft er sagt að Latnesk tónlist hefur fjóra meigin þætti, og er saman sett úr þeim. Þeir eru heimamenning tónlistarmannsins og tungumál hans, stíll tónlistarinnar, landafræðileg staðsetning tónlistarmannsins. Þessir fjórir þættir virka á mismunandi vegu, og þarf oft ekki fleiri en tvo eða þrjá af eftirtöldum til þess að flokka tónlistina sem latnenska tónlist. Tónlistarstíllinn er þó mikilvægasti þátturinn og þarf oft ekki fleira en hann til þess að flokka tónlist undir latneska tónlist , T.d ef íslenskir tónlistarmenn spila salsa og syngja á íslensku hafa þeir ekki þættina hér að ofan, en þeir hafa tónlistarstílinn sem er mikilvægasti parturinn og væri tónlistin þeirra því flokkuð undir latneska tónlist. Lantesk tónlist er mjög víðtækt orð í tónlist og eru tónlistastefnur eins og salsa,Merengue,tango og bachata dæmi um tónlistar stefnur sem tilheira latnenskri tónlist,þær hafa rætur sínar að rekja til suður-ameríku, tónlistamenn með latnenska heimamenningu og eru spænsku mælandi eða tala portúgölsku. Einnig eru til fleiri latneskar tónlistarstefnur sem eru þekktari eins og til dæmist latin pop, rokk, og djass. [1]


Vinsælar latnenskar tónlistarstefnur[breyta | breyta frumkóða]

Salsa[breyta | breyta frumkóða]

Salsa er ein af stærstu og vinsælustu latnensku tónlistarstefnunum. Salsa hefur rætur að rekja til kúbu, og kemur taktur hrinjandi, bassalína og hraði úr kúberskri tónlist. Ekki er hægt að segja hvar salsa tónlistarsefnan byrjaði upprunalega, en þó er tvímælalaust talið að í New York náði salsa toppinum og fann sinn eiginn hljóm. [2]

Tangó[breyta | breyta frumkóða]

Tangó er dans tónlist kemur upprunalega frá Argentínu og Úrúgvæ. Stíll Tangó tónlistar þróaðist mikið í samfélögum innflytjenda í Benos Aires á nítjándu öldinni. Tangó tónlist tók miklum framförum á tuttugustu öldinni og stækkaði hópur hlustanda mjög mikið.


Bachata[breyta | breyta frumkóða]

Bachata tónlist hófst í Dóminíska Lýðveldinu ,á sjöunda áratugnum með tónlist frá tónlistarmanninum Jose Manuel Calderon, á þessum tíma naut tónlistarstefnan ekki milla vinsælda hjá fólki. Seinna á níundaáratugnum bætti og breytti Blas Duran Bachata með meira aðlaðandi textum og rafmagnsgítar. Eftir það varð Bachata tónlist mun vinsælli


Merengue[breyta | breyta frumkóða]

Merengue er önnur tónlistarstefna sem Dóminíska Lýðveldið hefur fært Latneskri tónlist. Tónlistin mjög heillandi og dansvæn. Á níunda áratugnum breytti tónlistarmaðurinn Wilfrido Vargas hraða tónlistarstefnunar og hefur tónlistin verið þekkt við þann hraða síðan.


Latneskt Popp[breyta | breyta frumkóða]

Ein vinsælasta latnesk tónlistartegundin í dag. Flestir Stærstu latnesku tónlistarmenn tilheira þessum flokki latneskar tónlistar. Þar má nefna stjörnur eins og Shakira og Jennifer lopez. Latnensk Popp komst fyrst á kortið á áttunda með romantískri tónlist frá listamönnum eins og Julio Iglesias og Roberto Carlos.


Cumbia[breyta | breyta frumkóða]

Tónlistin sem kemur frá upprunalega Kólumbíu. Tónlistin hefur hefur afslappaðan blæ yfir sér líkt of reggae tónlist. Notað er mikið af slagverkjum, saxafón og trompet.


Mexíkósk Þjóðlagatónlist[breyta | breyta frumkóða]

Mexískósk þjóðlagatónlisr uppfyllir alla þá þætti sem Latnensk tónlist hefur. Spænsku mælandi flytjendur, Heimmamennig flytjanda frá mexíkó, Stíll tónlistarinnar og staðsetningju flytjanda, eða heimaland.


Mambo[breyta | breyta frumkóða]

Mambo er blanda af töktum og trommum frá Afro-Kúbu og djass stór-bandshljómsveit. Mambo var mjög vinsæl tónlistarstefna á sjötta áratugnum, og þá aðallega sem danstónlist. Mambo tónlist hófst í kúbu. Þá var voru það Antonio Arcaño og Arsenio Rodríguez ásamt trompet,píano ,bassa og slagverkjarspilurum sem fluttu mambó tónlist fyrst. Á seinni árum fimmtáratugsins var það kúbverski tónlistarmaðurinn Pérez Prado sem kom tónlistarstefnunni í sviðsljósið með því að bæta málblásturshljóðfærum við tónlistina.


Conga[breyta | breyta frumkóða]

orðið Conga nær til bæði tónlistar og dansins sem fylgir tónlistinni. Einnig nær orðið yfir Afro-Kúbverska hljóðfærið sem er spilað á í tónlisinni, en það er conga-tromman einnig þekkt sem tumbadora. Conca tónlist fær innblástur frá Afríku, Afrískum trommutakti. Conga kemur upprunalega frá borginni Sandiago í Kúbu. En þar varð Conga-dansinn vinsæll á hátíðu, þar sem áhorfendur og tónlistarmenn mynduðu röð og dönsuðu á sama hátt.


Bossa nova[breyta | breyta frumkóða]

Bossa nova tónlist varð vinsæl í Brasilíu á seinni árum sjötta áratugsins, og þýðir bossa nova ný stefna. Boss nova fær stíl sinn úr samba tónlist og djass tónlist, og hefur stefnan haft gríðarleg áhrif á djass tónlist í gegnum árin. Söngvarinn og gítarleikarinn João Gilberto er talinn vera frumkvöðull bossanova stefnunnar. Byrjaði hann á því að spila samba takta á gítarinn sinn, og spila flokknari laglínur en venjulega tíðkaðist í brasilískri tónlist. Bossa nova tónlist komst á yfirborðið með bíomyndinni Black Orpheu, en Brasilíski söngvarinn og lagahöfundurinn samdi tónlistina við leikritið Orfeu de Conceição

sem Black Orpheus bíómyndin er gerð eftir.[3] 


Latnesk sálartónlist[breyta | breyta frumkóða]

Hápunktur Látneskar sálartónlist stóð yfir á sjöunda og áttunda áratugnum. Latnesk sálartónlist er samsett úr Afró-Kúbu trommu töktum í mambó tónlist, og einnig sálar og djass tónlist. Latnesk sálartónlist var mjög vinsæl í New York á sjöunda og áttunda áratugnum. Latnesk Sálartónlist hafði bæði mikil áhrif og inblástur á salsa senuna í New York og einnig Disco tónlistarstefnuna.[4]


Reggeaton[breyta | breyta frumkóða]

Reggeaton hófst í Panama á áttundaáratugnum. Þar byrjuðu tónlistar menn að gera tónlist í stil við Jamísku tónlistarstefnuna Danch hall og röppuðu yfir,en höfðu textana á spænsku. Stefnan varð fljótt mjög vinsæl í Puerto Rico á níunda áratugnum.


Cha Cha Cha[breyta | breyta frumkóða]

Cha cha cha er vinsæl dansónlist frá Kúbu. Cha cha cha kom fyrst fram með hljómsveitum samansettum af píano, bassa fiðlum,flautum og slagverkjum, á Kúbu á fimmtaáratugnum. Cha cha cha varð mjög vinsæl dans tónlist í bandaríkjunum á sjötta áratugnum ásamt mambó


Suður-Amerísk/latnesk tónlist eftir löndum[breyta | breyta frumkóða]

Brasilía[breyta | breyta frumkóða]

Brasilía er hefur margar tónlistarstefnur að geyma, en þekktust tónlistarstefnur á heimsvísu frá Brasilíu eru stefnur eins og samba og Bossa nova

Kúba[breyta | breyta frumkóða]

Margar stærstu tónlistarstefnur heims eru upprunalega frá Kúbu. En þá má helst nefna stefnur eins og salsa, rumba,conga og mambó.

Argentína[breyta | breyta frumkóða]

Má segja að Tango sé vinsælasta og stærsta tónlistarstefnan sem hefur komið frá Argentínu. En tango er upprunalega frá borginni Benos Aires í Argentínu. En Argentína er líka þekkt fyrir tónlistastefnur eins og Chacarera,Milonga, og samba

Portúgal[breyta | breyta frumkóða]

Tónlistarsenan er mjög stór í portúgal ,en er tónlistarstefnan Fado þekktasta tónlistarstefnan sem kemur þaðan.


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. about.com. „What is latin music“. Sótt 5.mars. 2013 2013.
  2. americansabor. „salsa“. Sótt 2013.
  3. „what is Bossa Nova?“. Sótt 2013.
  4. americansabor.org. „Latin Soul“. Sótt 2013.