Jennifer Lopez

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jennifer Lopez
Lopez árið 2021
Fædd
Jennifer Lynn Lopez

24. júlí 1969 (1969-07-24) (54 ára)
Önnur nöfnJ.Lo
Störf
  • Leikari
  • söngvari
  • dansari
  • fyrirsæta
  • athafnakona
Ár virk1986–í dag
MakiBen Affleck (g. 2022)
Börn2
Tónlistarferill
Stefnur
HljóðfæriRödd
Útgefandi
Vefsíðajenniferlopez.com
Undirskrift

Jennifer Lynn Lopez (f. 24. júlí 1969) er bandarísk leik- og söngkona, plötuframleiðandi, dansari, fatahönnuður og sjónvarpsþáttaframleiðandi. Síðan 1999 hefur Lopez gefið út níu plötur, m.a. tvær plötur sem hafa verið á toppi Billboard 200 listans og fjórar smáskífur í 1. sæti á Billboard Hot 100 listanum. Hún vann Bandarísku tónlistarverðlaunin árið 2003 fyrir Uppáhalds Popp/Rokk söngkonuna og Bandarísku tónlistarverðlaunin árið 2007 sem uppáhalds söngkonan af Suður-Amerískum ættum. Hún hefur einnig leikið í mörgum kvikmyndum og unnið ýmis verðlaun.

Fjölmiðlar hafa mikið fylgst með einkalífi hennar. Hún hefur átt í frægum samböndum við Ojani Noa, Cris Judd, Sean Combs, Ben Affleck og Marc Anthony. Fyrstu börn hennar, tvíburarnir Max og Emme, fæddust þann 22. febrúar 2008.

Æska[breyta | breyta frumkóða]

Jennifer Lopez er fædd og uppalin í Suður-Bronx, New York, og eru foreldrar hennar frá Púertó Ríkó og heita Gudalupe Rodríguez sem er leikskólakennari og David Lopez sem er tölvusérfræðingur. Hún á tvær systur, Lyndu og Leslie. Jennifer eyddi allri skólagöngu sinni í kaþólskum skólum, og útskrifaðist úr stúlknaskólanum Preston High í Bronx. Hún borgaði sjálf söng- og danskennslu fyrir sig þegar hún var 19 ára. Eftir að hafa gengið í Baruch háskólann í hálft ár skipti hún tíma sínum á milli þess að vinna á lögfræðistofu, danstíma og þess að dansa á Manthattan á næturklúbbum. Hún fékk lítið hlutverk í kvikmyndinni My Little Girl árið 1987. Eftir marga mánuði af áheyrnarprufum fyrir danshlutverk, var hún valin sem dansari fyrir nokkur rapp-tónlistarmyndbönd í þætti af Yo! sem var sýndur á MTV árið 1990, hún var einnig bakdansari fyrir Kids on the Block. Eftir að hafa verið hafnað tvisvar, fékk hún fyrsta alvöru hlutverkið sitt sem Fly Girldansari í grínþættinum In Living Color árið 1990. Stuttu eftir það var hún dansari hjá Janet Jackson og kom fram í myndbandinu við That's the Way Love Goes árið 1993.

Kvikmyndir og sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta sjónvarpshlutverk hennar sem leikkona var í FOX þáttaröðinni South Central og kom til vegna þess að framleiðandi þáttanna var giftur einni leikkonunni í Fly Girl og hann tók eftir Jennifer þegar FOX sýndi sérstakan þátt um þær. Lopez lék einnig í Second Chances og Hotel Malibu. Hún lék síðan í sjónvarpsmyndinni Nurses on the Line: The Crash of Flight 7. Árið 1996 sigraði hún Ashley Judd og Lauren Holly í slagnum um aukahlutverk í kvikmynd Francis Ford Coppola, Jack með Robin Williams í aðalhlutverki. Hún lék síðan á móti Jack Nicholson í hrollvekjunni Blood and Wine.

Fyrsta stóra hlutverkið kom árið 1997, þegar hún var valin í titilhlutverk kvikmyndarinnar Selena sem fjallar samnefnda poppsöngkonuna. Þrátt fyrir að hafa áður unnið með Nava í Mi Familia, var Lopez látin fara í áheyrnarprufur áður en hún fékk hlutverkið. Hún fékk mikla athygli og lof fyrir frammistöðu sína og hlaut Golden Globe verðlaunin sem besta leikkonu í tónlistar- eða gamanmynd. Seinna þetta sama ár lék hún í tveimur stórum kvikmyndum. Hún lék í Anaconda með Ice Cube og John Voight og lék hlutverk Terri Flores, leikstjóra sem er að taka upp heimildarmynd á leið sinni í gegnum Amazon-skóginn. Þrátt fyrir að fá gríðarlega mikla athygli og hala miklu inn, fékk hún ekki góða dóma. Síðan lék hún aðalhlutverk í kvikmyndinni U-Turn sem er byggð á bókinni Stray Dogs og lék þá á móti Sean Penn og Billy Bob Thornton.

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Hljómplötur[breyta | breyta frumkóða]

  • On the 6 (1999)
  • J.Lo (2001)
  • This Is Me... Then (2002)
  • Rebirth (2005)
  • Como Ama una Mujer (2007)
  • Brave (2007)
  • Love? (2011)
  • A.K.A. (2014)
  • This Is Me... Now (2024)

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

  • 1986 : My Little Girl
  • 1990 : Lambada
  • 1990 : In Living Color
  • 1993 : Nurses on the Line: The Crash of Flight 7
  • 1993 : Second Chances
  • 1994 : South Central
  • 1994 : Hotel Malibu
  • 1995 : My Family
  • 1995 : Money Train
  • 1996 : Jack
  • 1996 : Blood and Wine
  • 1997 : Selena
  • 1997 : Anaconda
  • 1997 : U Turn
  • 1998 : Out of Sight
  • 1998 : Antz
  • 2000 : The Cell
  • 2001 : The Wedding Planner
  • 2001 : Angel Eyes
  • 2002 : Enough
  • 2002 : Maid in Manhattan
  • 2003 : Gigli
  • 2003 : Selena: Greatest Hits
  • 2004 : Jersey Girl
  • 2004 : Shall We Dance
  • 2005 : Monster-in-Law
  • 2005 : An Unfinished Life
  • 2006 : Bordertown
  • 2008 : The Back-up Plan
  • 2012 : What to Expext When You're Expecting
  • 2012 : Ice Age:Continental Drift
  • 2013 : Parker

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.