Húsavíkurkirkja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Húsavíkurkirkja
Húsavíkurkirkja
Húsavík (29. júlí 2001) Andreas Tille
Almennt
Núverandi prestur:  Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir
Byggingarár:  Vígð 1907
Arkitektúr
Arkitekt:  Rögnvaldur Ólafsson
Byggingatækni:  Krosskirkja í schweitzerstíl
Efni:  Timbur

Húsavíkurkirkja er þrílit timburkirkja sem stendur í miðju bæjarstæði Húsavíkur við Skjálfanda og er með sterkum einkennum svonefnds schweitzerstíls. Rögnvaldur Ólafsson, arkitekt, teiknaði kirkjuna og var hún vígð 2. júní 1907. Húsavíkurkirkja er krosskirkja, byggð úr norskum við. Aðalhleðslumaður við grunn kirkjunnar var Jón Ármann Árnason steinsmiður, Fossi, Húsavík. Yfirsmiður var Páll Kristjánsson smiður og kaupmaður á Húsavík.

Kirkjan var ómáluð að innan til ársins 1924 en þá var hún máluð af Freymóði Jóhannssyni listmálara.

Árið 1982 var byggingin friðuð.[1]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Minjastofnun.is, „Húsavíkurkirkja“ Geymt 25 apríl 2021 í Wayback Machine (skoðað 25. apríl 2021)