Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson (GÁ) | |||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
2. varaforseti sameinaðs þings | |||||||||||||||||||||||||
Í embætti 1989–1990 | |||||||||||||||||||||||||
3. varaforseti Alþingis | |||||||||||||||||||||||||
Í embætti 1995–1999 | |||||||||||||||||||||||||
Formaður landbúnaðarnefndar | |||||||||||||||||||||||||
Í embætti 1995–1999 | |||||||||||||||||||||||||
Landbúnaðarráðherra | |||||||||||||||||||||||||
Í embætti 1999–2007 | |||||||||||||||||||||||||
Alþingismaður | |||||||||||||||||||||||||
| |||||||||||||||||||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||||||||||||||||||
Fæddur | 9. apríl 1949 Brúnastaðir í Hraungerðishreppi | ||||||||||||||||||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Guðni Ágústsson (f. á Brúnastöðum í Hraungerðishreppi 9. apríl 1949) er framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM), fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.[1] Guðni tók við formennsku flokksins eftir afsögn Jóns Sigurðssonar hinn 23. maí 2007 og gegndi formennsku í tæpa 18 mánuði. Hann var alþingismaður á árunum 1987 til 2008.
Ævi
[breyta | breyta frumkóða]Faðir Guðna, Ágúst Þorvaldsson, var einnig þingmaður Framsóknarflokksins. Guðni var formaður Félags ungra framsóknarmanna í Árnessýslu 1972-75. Hann starfaði sem mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna árin 1976-1987. Hann sat í stjórn Hollustuverndar ríkisins 1982-86 og bankaráðs Búnaðarbanka Íslands 1990-98, þar af var hann formaður 1990-93. Hann var landbúnaðarráðherra frá 28. maí 1999 til 24. maí 2007.
17. nóvember 2008 sagði Guðni af sér þingmennsku og formennsku í Framsóknarflokknum. Við formennskunni tók Valgerður Sverrisdóttir en Eygló Harðardóttir tók við þingsæti Guðna í Suðurkjördæmi.[2]
Árið 1991 sagði Guðni, sem þá var formaður bankaráðs Búnaðarbankans: „Ég hef í tvö þing í röð lagt til að kannað verði hvort ekki megi gera upp núverandi kerfi [lífeyrissjóðanna] og stofna þess í stað eigin eftirlaunasjóði hvers og eins. Ég mun halda áfram þeirri baráttu, sem ég hef hafið fyrir því að menn átti sig á því að lífeyrissjóðirnir, eins og þeir eru nú reknir, verða gjaldþrota og geta ekki staðið við skuldbindingar sínar“. [3] Tillaga Guðna var að gjörbylta lífeyrisjóðakerfinu og vildi hann steypa lífeyrissjóðunum inn í bankana. [4]
Fyrirrennari: Jón Sigurðsson |
|
Eftirmaður: Valgerður Sverrisdóttir | |||
Fyrirrennari: Guðmundur Bjarnason |
|
Eftirmaður: Einar K. Guðfinnsson |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Stjórn og starfsmenn“. Sótt 14. júlí 2012.
- ↑ „Guðni segir af sér þingmennsku“. 17. nóvember 2008.
- ↑ Kálfakjarkur ríkisstjórnarinnar; grein í Tímanum 1992
- ↑ „Gloppótt minni; grein af Dv.is 2010“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. október 2010. Sótt 29. október 2010.