Geitin sjálf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Geitin sjálf
Fæddur
Aron Kristinn Jónasson

16. janúar 1995 (1995-01-16) (29 ára)
Reykjavík, Ísland
MenntunHáskólinn í Reykjavík
StörfTónlistarmaður
Tónlistarferill
Ár virkur2018–í dag
Stefnur
Meðlimur íClubDub

Aron Kristinn Jónasson (f. 16. janúar 1995), þekktur sem Geitin sjálf, er íslenskur tónlistarmaður og annar helmingur dúósins ClubDub.

Tónlistarferill[breyta | breyta frumkóða]

Tónlistarferill Geitarinnar sjálfrar hófst árið 2013 þegar hann söng nokkur lög í nefndinni 12:00 í Verzlunarskóla Íslands.

Árið 2018 stofnaði Geitin sjálf tónlistardúó-ið ClubDub ásamt vini sínum Brynjari Barkasyni en þeir voru einmitt saman í 12:00. Þeir gáfu út fyrstu plötuna Juice Menu vol. 1 sem innihélt 7 lög, þar frægast var lagið „Clubbed up“ sem er með yfir 2,4 milljónir spilanir á Spotify.[1] Þeir gáfu út plötuna í miðjum júní 2018, helgina eftir það var þeim boðið að spila á Secret Solstice tónlistarhátíðinni.[2] Sama ár gáfu þeir út lagið „Eina sem ég vil“ ásamt rapparanum Aron Can.[3] Árið 2019 gáfu þeir út stuttskífuna Tónlist, þar var frægasta lagið „Aquaman“ sem þeir gerðu ásamt Salsakommúninni og hefur yfir 1,8 milljónir spilana á Spotify.[4] Árið 2020 gáfu þeir út lagið „Deyja Fyrir Stelpurnar Mínar“.[5] 2021 kom síðan út stuttskífan clubdub ungir snillar með 4 lögum þar frægast „Frikki dór 2012“ sem hefur hlotið yfir 800 þúsund spilanir á Spotify. Árið 2022 gáfu þeir út lagið „IKEA STELPAN“ og hlaut það yfir 60 þúsund spilanir á aðeins tveimur vikum.[6]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. https://open.spotify.com/album/4IPuRga4w5Bv2Ut3dleOWA?si=5hvC3Us_SpWXHG_iTZ8IVQ
  2. Stefán Árni Pálsson (28. febrúar 2019). „Vendipunktur í okkar lífi þegar við vorum reknir úr Versló“. Vísir.
  3. https://open.spotify.com/album/0qEdZjUfX4VarSlVp61xyZ?si=B2VzVkLzS_ajB0CdEbxcBA
  4. https://open.spotify.com/album/6ATMtdU7X3KfiESwQqGyTT?si=oqRm2fHzQdWpbrNIlpHMMA
  5. https://open.spotify.com/album/2cShTPWMiodLQRewDM6S0l?si=GJ-gmAnSSwewIVTC1q0S1A
  6. https://open.spotify.com/album/2q0kqdNRg166UES6o7zG7v?si=xeHk5gFMSFOOKKEB3_Ddiw
  Þetta æviágrip sem tengist Íslandi og tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.