Fribourg (kantóna)
Höfuðstaður | Freiburg (Sviss) |
Flatarmál | 1.671 km² |
Mannfjöldi – Þéttleiki |
273.159 163/km² |
Sameinaðist Sviss | 1481 |
Stytting | FR |
Tungumál | Franska, Þýska |
Vefsíða | [1] |
Fribourg (þýska: Freiburg, ítalska: Friburgo, retórómanska: Friburg) er kantóna í Sviss og er meirihluti íbúa frönskumælandi.
Lega og lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Freiburg er áttunda stærsta kantóna Sviss með 1.621 km2. Hún liggur mjög vestarlega í landinu, með austurströnd Neuchatelvatns. Fribourg á eingöngu land að tveimur öðrum kantónum: Bern fyrir norðan og austan og svo Vaud fyrir sunnan og vestan. Auk þess á Fribourg þrjú lítil landsvæði innan Vaud og eitt innan Bern. Norðarlega í kantónunni Freiburg er svo lítið landsvæði sem tilheyrir Bern. Íbúar eru 273 þúsund, sem gerir Freiburg að tíundu fjölmennustu kantónu Sviss. Höfuðborgin heitir sömuleiðis Fribourg (Freiburg á þýsku). Um 63% íbúanna eru frönskumælandi en 29% þýskumælandi.
Skjaldarmerki
[breyta | breyta frumkóða]Skjaldarmerki kantónunnar er tvískiptur skjöldur. Fyrir ofan er svart og fyrir neðan er hvítt. Merki þetta kemur fyrst fram á 15. öld. Sagt er að Berthold IV af Zähringer-ætt, stofnandi borgarinnar Freiburg, hafi á leið sinni í gegnum héraðið sofið í skúr. Sökum kulda huldi hann sig með teppum. En þegar hann vaknaði næsta morgun kom í ljós að teppin voru mjöl- og kolasekkir. Því voru klæði hans svört að ofan og hvít að neðan.
Söguágrip
[breyta | breyta frumkóða]Héraðið var lengi vel eign Búrgúnd. Berchtold IV af Zähringer-ætt var hertoginn af Búrgúnd á 12. öld og stofnaði hann fríborgina Freiburg (Fribourg). Þegar Zähringer-ættin dó út 1218, erfðu greifarnir af Kyburg héraðið. Þó var héraðið og borgin tengd Búrgúnd og síðan Savoy allt til 1452. Árið 1477 tók héraðið þátt í Búrgúnd-stríðinu og losaði sig endanlega við erlend yfirráð. Árið 1481 fékk það inngöngu í svissneska sambandið og varð að tíundu kantónunni. Þegar Frakkar réðust inn í Sviss 1798 gafst Fribourg upp bardagalaust. Frakkar hurfu þaðan 1814. Árið 1846 fór trúarstríðið fram í Sviss (Sonderbundskrieg). Fribourg gekk til liðs við kaþólikka, enda höfðu siðaskiptin aldrei farið fram í kantónunni. Sambandsher Sviss sigraði í stríðinu, réðust inn í Fribourg og mynduðu nýja stjórn. Öll klaustur voru aflögð og allir jesúítar voru hraktir burt. En nýja stjórnin varaði stutt. 1856 náðu kaþólikkar aftur völdum og umbyltu kantónunni eins og kirkjuvald. Mjög strangar reglur voru lögleiddar. Sökum mikillar íhaldssemi fór iðnvæðingin seint af stað í kantónunni en hún hófst ekki fyrr en upp úr 1870.
Borgir
[breyta | breyta frumkóða]Röð | Borg | Íbúafjöldi | Ath. |
---|---|---|---|
1 | Freiburg | 34 þúsund | Höfuðborg kantónunnar |
2 | Bulle | 18 þúsund | |
3 | Villars-sur-Glâne | 10 þúsund |
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Kanton Freiburg“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt apríl 2011.