Franska Vestur-Afríka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af Frönsku Vestur-Afríku árið 1913. Landamæri svæðisins samsvöruðu þó ekki að fullu núverandi landamærum.

Franska Vestur-Afríka (franska: Afrique occidentale française, AOF) var sambandsríki átta franskra nýlendna í Vestur-Afríku: Máritaníu, Senegal, Frönsku Súdan (nú Malí), Frönsku Gíneu (nú Gínea), Fílabeinsströndinni, Níger, Efri Volta (nú Búrkína Fasó) og Dahómey (nú Benín). Sambandið var myndað 1895 og var lagt niður eftir þjóðaratkvæðagreiðslu 1958.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.