Fornkirkjuslavneska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fornkirkjuslavneska
словѣ́ньскъ ѩзꙑ́къ
slověnĭskŭ językŭ
Málsvæði á heimaslóðum Slava
Heimshluti Austur-Evrópa
Ætt Indóevrópskt
 Baltóslavneskt
  Slavneskt
   Suðurslavneskt
    Fornkirkjuslavneska
Tungumálakóðar
ISO 639-1 cu
ISO 639-2 chu
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Fornkirkjuslavneska (словѣ́ньскъ ѩзꙑ́къ eða slověnĭskŭ językŭ) er útdautt slavneskt tungumál. Á 9. öld var fyrsta slavneska málið skrifað niður af trúboðunum heilögu Kýrillosi og Meþódíusi sem voru báðir meðlimir í grísku rétttrúnaðarkirkjunni. Í upphafi var málið ritað með glagólitíska stafrófinu sem þróaðist með tímanum yfir í kýrillíska stafrófið.

Þar sem málið var mikið notað við biblíuþýðingar og trúboðsstarf hafði það mikil áhrif á tungumál og menningu Austur-Evrópu líkt og latínan í Vestur-Evrópu. Dæmi um þetta er viðskeytið -grad „staður“ sem er víða að finna í austurevrópskum örnefnum, t.d. Leningrad og Stalingrad. Nútímaútgáfa tungumálsins, kirkjuslavneska, er enn notuð sem kirkjumál í Búlgaríu, Rússlandi og Serbíu. Hún var notuð sem bókmenntamál fram á 18. öld.

Eins og önnur forn indóevrópsk tungumál er orðhlutafræði fornkirkjuslavnesku mjög flókin. Beygingarorð skiptast í tvo flokka: nafnyrði og sagnir. Nafnyrði skiptast nánar í nafnorð, lýsingarorð og fornöfn. Töluorð beygjast annað hvort sem nafnorð eða fornöfn, en tölurnar 1–4 kynbeygjast líka. Nafnyrði skiptast í þrjú kyn (karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn), þrjár tölur (eintölu, tvítölu og fleirtölu) og sjö föll: nefnifall, ávarpsfall, þolfall, tólfall, þágufall, eignarfall og staðarfall.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.