Emilia Plater

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stytta af Emiliu Plater í Kapciamiestis, Litháen.

Emilia Plater (13. nóvember 180623. desember 1831) var uppreisnarkona frá Vilnius sem barðist í Nóvemberuppreisninni gegn Rússneska keisaradæminu og er þjóðhetja í Póllandi, Hvíta-Rússlandi og Litháen. Hún var af aðalsfjölskyldu af vestfölskum uppruna. Foreldrar hennar létust þegar hún var ung og hún var því alin upp af ættingjum í Līksna þar sem Lettland er nú. Þegar Nóvemberuppreisnin hófst ákvað hún að mynda uppreisnarflokk í Litháen þar sem uppreisnin hafði ekki náð fótfestu fyrr. 1831 var herflokkurinn tekinn í her Dezydery Chłapowski sem ráðlagði henni að láta af stjórn flokksins sem hún hafnaði. Hún hélt því foringjastöðu sinni og varð í kjölfarið höfuðsmaður. Eftir ósigur pólsku sveitanna hélt Chłapowski með herinn til Prússlands en hún neitaði að hörfa og reyndi að brjótast gegnum skógana frá Litháen til Varsjár. Á leiðinni veiktist hún og lést og er grafin í þorpinu Kapčiamiestis í Litháen.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.