Egill Ólafsson
Útlit
Egill Ólafsson (f. 9. febrúar 1953) er íslenskur söngvari, leikari, laga- og textahöfundur. Eiginkona hans er Tinna Gunnlaugsdóttir leikkona og fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri.
Egill kom fram á sjónarsviðið 1975, fyrst með Spilverki þjóðanna, Stuðmönnum og Hinum íslenzka Þursaflokki.
Í leikhúsi hóf hann störf 1976 í sýningu Gullna hliðsins hjá Þjóðleikhúsinu. Hann hefur leikið í fjölda söngleikja og leikrita á íslensku leiksviði, sem og í íslenskum, þýskum og skandínavískum kvikmyndum.
Egill hefur samið tónlist fyrir bæði leikhús og kvikmyndir. Hann hefur gefið út 14 sólóplötur eða samvinnuplötur.
Plötur
[breyta | breyta frumkóða]- 1978: Þegar mamma var ung (Með Diddú)
- 1989: Ég vildi (Með Ólöf Kolbrúnu Harðardóttur)
- 1991: Tifa tifa
- 1992: Blátt blátt
- 1993 Fagra veröld (Með Guðrúnu Gunnarsdóttur og Stefáni S Stefánssyni)
- 1996: Híf opp (Með Tríói Björns Thoroddsens)
- 2001: Angelus novus/Nýr engill
- 2003 Le Grand Tango & Egill Ólafsson
- 2006: Miskunn dalfiska
- 2007 Hymnalög
- 2012: Vetur
- 2013: Örlög mín
- 2018: FJALL
- 2022: Tu duende - el duende (Með Lissette Hernandez Pigueiras)
Kvikmynda- og sjónvarpsþáttaferill
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða] Þetta æviágrip sem tengist leikurum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.