Algjör Sveppi og töfraskápurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hulstur kvikmyndarinnar.

Algjör Sveppi og töfraskápurinn er þriðja myndin í Algjör Sveppi kvikmyndaseríunni. Myndin er frá 2011 og var frumsýnd 9. september sama ár. Aðalhlutverk fara þau Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), Vilhelm Anton Jónsson (Villi), Guðjón Davíð Karlsson (Gói), Ilmur Kristjánsdóttir, Auðunn Blöndal (Auddi) svo eitthvað sé nefnt. Framhaldið Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum kom út árið 2014.

Allar þessar myndir höfðu gríðarleg áhrif á æsku ungmenni og varð að stórum myndum.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Flestir vita að í herberginu hans Sveppa er töfrum gæddur skápur þótt fáir viti í hverju töfrarnir felast. Dag einn lokast Ilmur, vinkona Sveppa, inni í skápnum og kemst ekki út. Nú er illt í efni og versnar til muna þegar í ljós kemur að illmenni í útlöndum ásælist skápinn og lætur ræna honum. Þar með hefst æsilegur eltingarleikur og ævintýri þar sem þeir Sveppi, Villi og Gói þurfa að elta bófana, svindla sér inn á Þjóðminjasafnið, hjóla um á þotuhjólum og læra á fljúgandi húsgögn svo eitthvað sé nefnt. Leikurinn berst síðan um víða velli, út á sjö, upp í loft og meira að segja upp á jökul. Útsjónarsemi félaganna er sem fyrr með ólíkindum og þótt hætturnar leynist við hvert fótmál fer svo að lokum að sagan fær farsælan endi og sannar um leið hið fornkveðna að allt er gott sem endar vel.[1]

  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Algjör Sveppi og töfraskápurinn, sótt 10. mars 2020