Agnes (kvikmynd)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Agnes
LeikstjóriEgill Eðvarðsson
HandritshöfundurJón Ásgeir Hreinsson
Snorri Þórisson
FramleiðandiPegasus hf.
Snorri Þórisson
Leikarar
Frumsýningdesember, 1995
Lengd101 mín.
Tungumálíslenska
Aldurstakmarkbönnuð innan 16
RáðstöfunarféISK 156,000,000

Agnes er kvikmynd eftir Egil Eðvarðsson.[1]

Myndin er byggð á morðunum á Illugastöðum í Vestur Húnavatnssýslu árið 1828 og seinustu aftökum Íslandsögunnar sem fram fóru á Þrístöpum tveimur árum síðar. Málið er eitt þekktasta sakamál sem upp hefur komið hér á landi og hefur verið nokkuð í deiglunni nýverið eftir að ástralski rithöfundurinn Hannah Kent skrifaði sögulega skáldsögu byggða á atburðunum, Burial Rites frá árinu 2013. Agnes, sem er frá árinu 1995, er samkvæm sögunni í stærstu atriðunum, þ.e. ástarmálunum sem leiddu að atburðunum, morðunum sjálfum og aftökunum. En þó er hún vel krydduð og samúð áhorfandans á vissulega að vera hjá aðalpersónunni Agnesi Magnúsdóttur, sem leikin er af Maríu Ellingsen. Myndin er dramatísk með eindæmum og einstaklega falleg í alla staði, sérstaklega hvað varðar leikmynd og kvikmyndatöku. Lokaatrði myndarinnar lætur engan ósnortinn.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Agnes“. Kvikmyndavefurinn.
  Þessi kvikmyndagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.