Fara í innihald

Egill Einarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Egill Einarsson (fæddur 13. maí 1980), betur þekktur sem Gillzenegger, Gillz eða DJ Muscle Boy, er íslenskur fjölmiðlamaður, hnakki, tónlistarmaður, fyrirsæta, vaxtarræktargarpur, útvarpsmaður, grínisti, rithöfundur og leikari.

Egill hefur starfað við ýmsa fjölmiðlun, meðal annars sem pistlahöfundur hjá Bleiku og bláu og sem útvarpsmaður á útvarpsstöðinni KissFM en hann er líklega þekktastur fyrir sjónvarpsþátt sinn á sjónvarpsstöðinni Sirkus og bók sína, Biblíu fallega fólksins. Í bókinni leggur hann línurnar fyrir þá sem langar til að tilheyra hópi „fallega fólksins“. Egill var í hljómsveitinni Merzedes Club sem tók þátt í undankeppni Eurovision árið 2008. Egill var meðhöfundur símaskrárinnar 2011 sem gefin er út af fyrirtækinu . Hann skrifaði einnig vikulega pisla í DV á árunum 2005 og 2006. Árið 2009 var hann ráðin á Stöð 2 og gerði þætti eins og Auddi og Sveppi (2009), Ameríski draumurinn (2010) og Mannasiðir Gillz (2011). Árið 2014 frumsýndi hann sína eigin kvikmynd, Lífsleikni Gillz. Frá 2011 hefur hann verið einn af þremur umsjónarmanna útvarpsþáttarins FM95BLÖ. Árið 2021 lék hann eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni Leynilögga.

Bækur eftir Egil

[breyta | breyta frumkóða]
  • Biblía fallega fólksins (2006)
  • Mannasiðir Gillz (2009)
  • Lífsleikni Gillz (2010)
  • Heilræði Gillz (2011)

Sjónvarpsþættir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Biblía fallega fólksins (2006)
  • Laugardalslögin (2007-2008)
  • Wipeout Ísland (2009)
  • Auddi og Sveppi (2009-2011)
  • Ameríski draumurinn (2010)
  • Mannasiðir Gillz (2011)

Bíómyndir

[breyta | breyta frumkóða]

Útvarpsþættir

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þetta æviágrip sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.