Auddi og Sveppi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Auddi og Sveppi er íslenskur gamanþáttur sem sýndur er á Stöð 2. Þáttastjórnendur eru Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson. Þátturinn hóf göngu sína í janúar 2009 sem framhald af gamanþættinum 70 mínútur.

Innslög þáttarins eru meðal annars hrekkir á milli þáttastjórnendanna og stjórnun Audda og Sveppa. Þessi innslög koma upprunalega frá forvera þáttarins, 70 mínútum. Í stjórnun Audda og Sveppa er gestur fenginn í þáttinn og á fjölförnum stað segja stjórnendur þáttarins honum hvað eigi að gera og í staðinn fær hann gjöf. Hrekkirnir eru á milli þáttastjórnendana en einnig gesta þáttarins þegar þeir félagar fá þriðja aðila til liðs við sig til þess að framkvæma hrekkinn. Þetta innslag þáttarins er mjög umdeilt. Dæmi um það var er þeir hrekktu Einar Bárðarson útvarpsmann sem varð sár og ósáttur við þá félaga eftir atvikið.

Þátturinn hætti fyrir sumar 2011, eftir að búinn að vera í tvö ár.

  Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.