Alexandre Dumas eldri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alexandre Dumas á ljósmynd frá 1860

Alexandre Dumas, père, upphaflega Dumas Davy de la Pailleterie (24. júlí 18025. desember 1870) var franskur rithöfundur, best þekktur fyrir sögulegar skáldsögur sínar sem hafa gert hann að einhverjum víðlesnasta höfundi heims. Sögur hans (s.s. D'Artagnan-bækurnar og Greifinn af Monte Cristo) komu gjarnan fyrst út sem bókaraðir eða framhaldssögur í tímaritum og dagblöðum. Hann skrifaði einnig mörg leikrit og blaðagreinar. Dumas var sonur Thomas-Alexandre Dumas, herforingja frá Haítí sem hafði barist í frönsku byltingarstríðunum við hlið Napóleons.

Einn sonur hans og alnafni gerðist einnig rithöfundur og eru þeir því nefndir Alexandre Dumas eldri (père - faðir, á frönsku) og Alexandre Dumas yngri (fils - sonur).

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.