Þórshöfn (Færeyjum)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þórshöfn
Tórshavn (færeyska)
Fáni Þórshafnar
Opinbert innsigli Þórshafnar
Skjaldarmerki Þórshafnar
Viðurnefni: 
Havn
Þórshöfn er staðsett í Færeyjar
Þórshöfn
Þórshöfn
Hnit: 62°0′42″N 6°46′3″V / 62.01167°N 6.76750°V / 62.01167; -6.76750
RíkiKonungsríkið Danmörk
Land Færeyjar
SveitarfélagSveitarfélagið Þórshöfn
Stjórnarfar
 • BæjarstjóriHeðin Mortensen (Jafnaðarflokkurinn)
Hæð yfir sjávarmáli
24 m
Mannfjöldi
 (2023)
 • Samtals14.065
Póstnúmer
FO-100, FO-110
Vefsíðatorshavn.fo
Kort af Þórshöfn
Á Þingnesi í miðri höfninni er aðsetur heimastjórnarinnar
Dómkirkjan í Þórshöfn.

Þórshöfn (færeyska: Tórshavn, í daglegu tali stytt í Havn) er höfuðstaður Færeyja og langfjölmennasti bær landsins. Árið 2022 voru íbúarnir um 14.000 en auk þess eru tveir af stærstu bæjum Færeyja, Hoyvík og Argir samvaxnir Þórshöfn og í sveitarfélaginu Þórshöfn eru alls um 23.000 íbúar (2022).

Þórshöfn er á austurströnd Straumeyjar (færeyska: Streymoy), stærstu eyjar Færeyja, með útsýni yfir til Nólseyjar (færeyska: Nólsoy). Bærinn liggur í skjóli af Nólsey og var því ein besta höfn í Færeyjum, auk þess sem hún er mjög miðsvæðis og nýtur góðs að því. Norðvestan við bæinn er fjallið Húsareyn (347 m) og í suðvestri er Kirkjubøreyn (351 m.) en handan þess er Kirkjubær. Umhverfi Þórshafnar er með láglendari svæðum á eyjunum. Bæjarstjóri frá janúar 2017 er Annika Olsen, Fólkaflokkinum.

Þórshöfn á fyrri öldum[breyta | breyta frumkóða]

Þórshöfn hefur hlotið nafn sitt áður en Færeyingar tóku kristni um árið 1000. Víkin sem bærinn stendur við skiptist í Eystaravág og Vestaravág og er Þinganes á milli þeirra. Þar var þing Færeyinga háð til forna að sumarlagi og nú er aðsetur færeysku landstjórnarinnar þar.

Nær engar heimildir eru til um fyrstu 600 árin í sögu Þórshafnar en þó er ljóst að þar var aldrei hefðbundið færeyskt þorp, Þórshöfn var alltaf verslunar- og valdamiðstöð. Hún varð miðstöð norsku konungsverslunarinnar árið 1271. Samkvæmt fornbréfi frá því ári skyldu tvö skip sigla árlega frá Björgvin til Þórshafnar með salt, timbur og korn. Embættismenn settust þar að og Þórshöfn þróðist því á annan hátt en aðrar færeyskar byggðir.

Enskir og þýskir sjóræningjar gerðu oft strandhögg í Færeyjum á 16. öld og því var gripið til varna. Magnús Heinason barðist við sjóræningja og reisti um 1580 lítið virki við Þórshöfn, Skansinn, og varð þjóðhetja fyrir vikið. Þá bjuggu í Þórshöfn um 100 manns. Tæpri öld síðar fékk Christoffer Gabel Færeyjar að léni og bjó um sig í Þórshöfn og er Gablatíðin svonefnda, sem stóð frá 1655-1709 almennt álitin mesti niðurlægingartími Þórshafnar og raunar Færeyja allra. Gabelættin og fylgifiskar hennar fóru illa með eyjarskeggja, skattpíndu þá og okruðu á þeim. Margt er þó óljóst um þetta tímabil því mikið af skjölum brann þegar flest hús á Þinganesi brunnu þegar púðurgeymsla sprakk árið 1673.

Þórshöfn sem höfuðstaður[breyta | breyta frumkóða]

Ástandið í verslunarmálum batnaði þegar konungur yfirtók einokunarverslunina árið 1708 en ári síðar dóu 250 af 300 íbúum Þórshafnar í bólusóttarfaraldri. En á síðari hluta 18. aldar fór Þórshöfn að breytast í smábæ undir stjórn Niels Ryberg, sem þá stýrði einokunarversluninni. Árið 1856 var einokuninni svo loksins aflétt og urðu þá miklar breytingar á bæjarlífinu. Þórshöfn varð kaupstaður og um leið höfuðstaður Færeyja árið 1866. Þá voru íbúarnir orðnir um eitt þúsund. Árið 1900 voru þeir 1.656, 1950 5.607, árið 1975 11.329 og árið 1990 13.124 en fækkaði á næstu árum vegna kreppunnar og eru nú rúmlega 12.000.

Ný höfn var gerð árið 1929 og gátu þá stór skip lagst að bryggju í Þórshöfn. Nú er bærinn miðstöð nútímalífs Færeyinga, þar er aðsetur landsstjórnar og helstu menntastofnanna og flest stærri fyrirtæki starfa þar. Í Þórshöfn er Fróðskaparsetur Føroya, sem er háskóli eyjanna, og þar er einnig verslunarskóli, tækniskóli, sjómanna- og vélskóli og lýðháskólinn Føroya Fólkaháskúli.

Áhugaverðir staðir[breyta | breyta frumkóða]

  • Tinganes, Gömul viðarhús með torfþökum. Elsti hluti bæjarins og þar sem þingið kom áður saman.
  • Skansin: Nokkurra alda gamalt virki
  • Listasavn Føroya
  • Sögusafnið í Hoyvík
  • Norðurlandahúsið
  • Náttúrugripasavnið
  • Viðarlundin: Almenningsgarður með trjám og tjörnum.
  • Tórshavn dómkirkja/Havnarkirkja
  • Vesturkirkjan

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]