Þáttur (stærðfræði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þáttur er í talnafræði heiltala, sem gengur upp í annari heiltölu, þannig að leifin er núll. Þættir eru fundnir með s.n. þáttun. Talan einn gengur upp í öllum tölum og er því alltaf þáttur svo og talan sjálf, en það eru einu tölurnar sem ganga upp í frumtölum. Fyrir heiltölur, sem ekki eru frumtölur, telst talan sjálf yfirleitt ekki þáttur. Sérhverja heiltölu, sem ekki er frumtala, má því tákna sem margfeldi þátta, t.d. töluna 36 = 1*2*18 = 1*2*2*9 = 1*2*2*3*3 og þættina má síðan þátta þar til við höfum frumtalnaþáttun tölunnar.

Einnig er talað um þáttun margliðu og er þá átt við þegar margliða er rituð sem margfeldi þátta í staðinn fyrir summu liða.

  Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.