Núll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Núll er eina talan, sem hvorki er já- né neikvæð og er samlagningarhlutleysa, táknað með tölustafnum 0. Telst af sumum til náttúrlegra talna. Núll er sín eigin samlagningarandhverfa en er eina rauntalan sem hefur enga margföldunarandhverfu.