Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) | |||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Mennta- og barnamálaráðherra Íslands | |||||||||||||||||||||
Núverandi | |||||||||||||||||||||
Tók við embætti 28. nóvember 2021 | |||||||||||||||||||||
Forsætisráðherra | Katrín Jakobsdóttir Bjarni Benediktsson | ||||||||||||||||||||
Forveri | Lilja Alfreðsdóttir | ||||||||||||||||||||
Félags- og barnamálaráðherra Íslands | |||||||||||||||||||||
Í embætti 30. nóvember 2017 – 28. nóvember 2021 | |||||||||||||||||||||
Forsætisráðherra | Katrín Jakobsdóttir | ||||||||||||||||||||
Forveri | Þorsteinn Víglundsson | ||||||||||||||||||||
Eftirmaður | Guðmundur Ingi Guðbrandsson | ||||||||||||||||||||
Alþingismaður | |||||||||||||||||||||
| |||||||||||||||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||||||||||||||
Fæddur | 29. október 1982 Reykjavík | ||||||||||||||||||||
Stjórnmálaflokkur | Framsóknarflokkurinn | ||||||||||||||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Ásmundur Einar Daðason (fæddur 29. október 1982) er íslenskur stjórnmálamaður. Hann var þingmaður Vinstri grænna frá 2009 til 2011 og þingmaður Framsóknarflokksins frá 2011 til 2024. Hann var Félags- og barnamálaráðherra Íslands frá 2017 til 2021 og hefur verið Mennta- og barnamálaráðherra Íslands síðan 2021.[1]
Áður en Ásmundur Einar var kjörinn á þing starfaði hann sem sauðfjárbóndi á Lambeyrum í Dalasýslu og rak hann þar innflutnings- og sölufyrirtæki með vörur fyrir landbúnað til 2011. Hann var formaður félags sauðfjárbænda í Dalasýslu.
Menntun og fyrri störf
[breyta | breyta frumkóða]Ásmundur er menntaður sem búfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri 2002 og árið 2007 lauk hann B.Sc.-próf í almennum búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Ásmundur Einar sat í stúdentaráði Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri, 2001-2002, var formaður þess 2004-2005. Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu 2005-2010 og Formaður svæðisfélags Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Dölum 2005-2007. Þá sat hann í háskólaráði Landbúnaðarháskóla Íslands 2009.[2]
Stjórnmálaferill
[breyta | breyta frumkóða]Ásmundur var þann 15. nóvember 2009 kosinn formaður Heimssýn, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum.
Ásmundur Einar var kjörinn á þing fyrir Vinstrihreyfinguna-grænt framboð en sagði sig svo úr þingflokki þeirra þegar hann studdi vantrauststillögu á ríkisstjórnina 13. apríl 2011. Sagði Ásmundur að hann studdi ríkistjórnina ekki í mörgum málum þar á meðal Evrópumálunum.[3]
Ásmundur Einar var einn þeirra þingmanna Vinstri hreyfingarinnar sem hafði miklar efasemdir við Icesave samkomulagið og sat meðal annars í fjárlaganefnd á þeim tíma, var hann beittur miklum þrýstingi að samþykkja málið. [4]
Þann 1. júní 2011 gekk Ásmundur Einar til liðs við Framsóknarflokkinn. [5]
Ásmundur Einar var kjörinn aftur á þing vorið 2013 þá fyrir Framsóknarflokkinn. Skipaði hann annað sæti lista Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi.[6] Ásmundur Einar sat á þingi frá 2013-2016 og settist svo aftur á þing eftir Alþingiskosningar haustið 2017.
Í alþingiskosningunum 2024 datt Ásmundur Einar út af þingi.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Heimasíða Ásmundar Geymt 10 desember 2013 í Wayback Machine
- Æviágrip Alþingis
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Sex karlar og fimm konur“, RÚV, 30. nóvember 2017.
- ↑ http://www.althingi.is/altext/cv.php4?nfaerslunr=707
- ↑ http://www.visir.is/asmundur-einar-haettur-i-thingflokki-vg/article/2011110419505
- ↑ Sigurður Már Jónsson, Icesave samningarnir - afleikur aldarinnar? Almenna Bókfélagið, Reykjavík, 2011
- ↑ http://www.visir.is/asmundur-einar-genginn-i-framsokn/article/2011110609923
- ↑ http://stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=160ff3e8-5045-42e3-b408-b2ded48fef32