Fara í innihald

Snið:Útdráttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Útdráttur er stutt lýsing eða samantekt á tilteknu gagni, oftast á fræðilegu efni, s.s. tímaritsgreinum, ritgerðum eða fræðibókum. Markmiðið er að veita lesandanum snögga yfirsýn á efninu, honum til glöggvunar, án þess þó að hann þurfi að lesa allt efnið til þess að átta sig á innihaldi þess. Útdráttur á því að geta staðið sjálfstæður, sem eins konar kjarnyrt, samanþjöppuð útgáfa af heildarefninu.

Í fræðilegum gagnasöfnum geta útdrættir verið ákaflega mikilvægir því leitarvélar sumra fræðilegra gagnagrunna vinna einvörðungu leitarorð úr útdráttunum en ekki aðalefninu.

Lengd útdrátta getur verið breytileg, margir útgefendur tilgreina á bilinu 100 til 500 orð, sjaldan meira en sem nemur einni blaðsíðu. Í útdrættinum kemur jafnan fram:

  • Viðfang rannsóknarinnar
  • Aðferðafræði sem notuð var við rannsóknina
  • Helstu niðurstöður rannsóknarinnar
  • Ályktanir dregnar af niðurstöðunum

Í sumum íslenskum fagtímaritinum, og á öðrum tungumálum, tíðkast að hafa sérstakan útdrátt á ensku. Í íslenskum háskólum er farið fram á að lokaritgerðir innihaldi útdrætti.

  • „Hefur úrdráttur og útdráttur sömu merkingu?“. Vísindavefurinn.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Notist í flokkum þar sem setja á útdrátt úr aðalgrein flokksins. Munið eftir því að setja ''<onlyinclude> </onlyinclude>'' utan um inngang greinarinnar.