Princeps
Útlit
Princeps er latína og merkir „fyrstur“ (sbr. fursti, af orðinu er einnig komið prins). Í Róm til forna var orðið notað sem stytting á ýmsum titlum sem hófust á því. Mikilvægasti titillinn var Princeps Senatus (sá sem er fremstur meðal jafningja í rómverska öldungaráðinu) sem var fyrst eignað Ágústusi keisara 23 f.Kr. sem notaði það sem heiti yfir stöðu sína fremur en hugtök eins og rex (konungur) eða dictator (alræðismaður) sem hefðu fremur vakið andúð. Princeps er sá titill sem helst einkennir Rómarkeisara. Díócletíanus keisari (285 - 305) var fyrstur til að nota titilinn dominus (herra) í staðinn fyrir princeps.