Fara í innihald

Vörupeningur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vörupeningur eða vöruseðill er mynt sem kaupmaður lætur slá eða prenta og gildir hún eingöngu í verslunum viðkomandi kaupmanns. Vörupeningar og vöruseðlar voru gjaldmiðill sem kaupmenn og útgerðarmenn gáfu út og þeir greiddu laun með slíkum peningum en ekki var hægt að nota þá annars staðar en í verslunum þeirra. Það tíðkaðist að afsláttur var gefinn af vörum sem greiddar voru með ríkismynt en vörur voru hærra verðlagðar ef greitt var með vörupeningum.

Vörupeningar eða verðmerki á Íslandi urðu 17 talsins og voru árið 1901 sett lög þar sem slík einkamynt var bönnuð og skyldi innleysast í síðasta lagi árið 1902. Tímabil vörupeninga á Íslandi var því 56 ár eða tímabilið 1846—1902. [1]

Fyrsta dæmið um notkun á einkamynt eða verðmerkjum á íslandi er árið 1846 en það eru vörupeningar sem gefnir voru út af Carl Franz Siemsen kaupmanni í Reykjavík en hann verslaði einnig í Færeyjum og giltu sömu peningar þar. [2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]