Fara í innihald

Vordingborg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gæsaturninn í Vordingborg.

Vordingborg er gamall kaupstaður á Suður-Sjálandi. Núverandi íbúafjöldi Vordingborgar er um 12.000 (2019) en tæplega 18.000 manns búa í þremur nærliggjandi bæjum: Nyråd, Ørslev og Stensved. Gæsaturninn er einkennisbygging Vordingborgar. Turninn er síðasta heillega byggingin sem eftir er af kastalanum sem stóð hér öldum saman. Valdimar atterdag bjó í Vordingborg frá um 1346 og mun hafa byggt Gæsaturninn.