Veigrunarorð
Útlit
(Endurbeint frá Veigrunarheiti)
Veigrunarorð, fegrunarheiti, skrautyrði (eða skrauthvörf) eru allt orð sem notuð eru yfir tjáningu sem er ætlað að vera þægilegri fyrir áheyrandann en tjáningin sem hún kemur í staðinn fyrir.
Dæmi
[breyta | breyta frumkóða]- „Ansvítinn“, „ansinn“, „défustinn“, „délinn“ og „djanginn“ eru veigrunarorð höfð í staðinn fyrir andskotinn.
- „Ganga örna sinna“, „tefla við páfann“, „hafa hægðir til baksins“ eru skrautyrt orðasambönd höfð um það að kúka eða skíta.
- „Kviðsvið“ er veigrun orðsins hrútspungar.
- „Haltu þér saman“ er veigrun orðsins þegiðu.