Fara í innihald

Veiðileysa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Veiðileysa (áður kallað Veiðileysufjörður) á Ströndum er lítill fjörður milli Kaldbaksvíkur og Reykjarfjarðar. Samnefndur bær stendur við botn fjarðarins.

Þjóðsaga er um tilurð nafnsins, að kerlingin Kráka hafi misst tvo syni sína þar í róðri og eftir það lagt það á fjörðinn að þar veiddist aldrei bein úr sjó.