Vatnaöldur
Útlit
Vatnaöldur | |
---|---|
Hæð | 898 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Rangárþing ytra |
Hnit | 64°07′10″N 18°54′46″V / 64.119534°N 18.912877°V |
breyta upplýsingum |
Vatnaöldur er gígaröð við Veiðivötn. Þeir gusu um árið 870 í stóru gosi og við það myndaðist hið svonefnda landnámslag. Ekki hefur gosið í þeim síðan. Hæð þeirra er um 600-900 metrar.
Í gosinu 870 var framleiðslan nær eingöngu dökk basísk gjóska, en þar sem sprungan skar Torfajökulssvæðið varð til súr ljós gjóska. Hraunrennsli var lítið og var einkum bundið við syðri enda sprungunnar.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Veiðivötn/Vatnaöldur - Náttúrufræðistofnun Geymt 28 febrúar 2022 í Wayback Machine
- Eldgos.is - Vatnaöldur