Fara í innihald

Notandi:Pjetur Stefánsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Pjetur Stefánsson (fæddur 1953) er íslenskur myndlistarmaður, tónskáld og textahöfundur. Pjetur er driffjöðurinn í hljómsveitinni PS&CO. Hann er Reykvíkingur.

Pjetur nam myndlist á árunum 1978 - 1984 í Myndlista- og Handíðaskóla Íslands sem í dag heitir Listaháskóli Íslands. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu á Mokka í nóvember 1976 og hefur síðan verið virkur í listsköpun sinni. Pjetur hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum og Bienölum. Hann hefur verið ötull í félagsmálum myndlistarmanna bæði hér heima og á alþjóðlegum vettvangi.

Félagsstörf v/myndlistar. • Félagsstörf: 1997-2000 - Stjórn Félags íslenskra myndlistarmanna, FÍM. • Félagsstörf: 1997-2000 - Stjórn Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM. • Félagsstörf: 2000-2002 -Formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM. • Félagsstörf: 2000-2002 - Í stórn Evrópudeildar Aljóðasamtaka myndlistarmanna IAA. • Félagsstörf: 2000-2002 - Forseti íslandsdeildar IAA sem eru UNESCO tengd alþjóðasamtök myndlistarmanna. • Félagsstörf: 2002 - 2005 -IAA - International Association of Art / Kosin í yfirstjórn IAA og til gjaldkerastarfa Alþjóðasamtaka myndlistarmanna til þriggja ára í Aþenu á Grikklandi 2002. • Félagsstörf: 2003- 2007 - Formaður Íslenskrar Grafíkur. • 2007- 2010 Verkstæðisnefnd Íslenskrar Grafíkur.