Notandi:Orn1995

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Löggjafarvald er valdið til þess að setja lög, sem almenningur og ríkisvald eiga síðan að fylgja. Nafnið felur það í sér að lögin séu gefin (þjóðinni) og löggjafinn er sá sem gefur lögin. Á Íslandi er Alþingi löggjafinn og hjá því er löggjafarvaldið ásamt forseta Íslands samkvæmt Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

Framkvæmdavald er einn af öngum þrískiptingu ríkisvalds, ásamt löggjafarvaldi og dómsvaldi. Handhafar framkvæmdarvalds sjá um að fræmkvæma þá stefnu sem sett er af löggjafarvaldi og úrskurðað um af dómsvaldi. Á Íslandi er forseti Íslands æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins, eins og segir til um í Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Hann framselur valdið forsætisráðherra sem svo deilir því niður á aðra ráðherra. Flest allar stofnanir ríkisins tilheyra framkvæmdarvaldi, t.d. lögregla, Fiskistofa, Félagsmálaráðuneyti, sýslumannsembætti og Seðlabanki Íslands. Innan framkvæmdavalds eru þó nokkur skörun við löggjafar- og dómsvald, t.d. með setningu reglugerða og úrskurðum deilumála. Er litið á það sem eðlilegan hlut þar sem löggjafarvaldið setur reglur um hvenær megi setja reglugerðir og flest öllum úrskurðum er hægt að vísa til dómsstóla.

Dómsvald eða dómskerfi er dómstólakerfi sem sér um að framfylgja réttlæti við lausn ágreiningsmála í nafni ríkis eða þjóðhöfðingja. Samkvæmt kenningunni um þrískiptingu ríkisvaldsins er dómsvaldið sú grein ríkisvaldsins sem ber meginábyrgð á túlkun laga.

Hvers vegna er mikilvægt að læra um heimstyrjöldina síðar? Mér finnst mikilvægt að læra um heimstyrjöldina síðari vegna þess að hún hafði gríðarleg áhrif á alþjóðastjórnmál. stríðið skildi eftir sig sviðna jörð víðast hvar í Evrópu. Evrópa skiptist í tvennt, Austur-Evrópu og Vestur-Evrópu. Hún er mannskæðasta styrjöld mannkynssögunnar. Þess vegna er mikilvægt að læra um hana. Það sem ég get lært af heimstyrjöldinni síðari er það er ekki gott að gefa einum manni svona mikil völd af því að hann gæti haft ranghugmyndir og þá er einginn sem getur bent honum á hvað getur gert betur. Gerðu stuttlega ráð fyrir eyðingu ósonlagsins og gróðurhúsaáhrifum. Eyðing ósons er tilkomin vegna uppsöfnunar fjölda efnasambanda í loft­ hjúpnum. Efnasambönd þessi eiga það sameiginlegt að innihalda klór eða bróm. Þau eru ennfremur svo rokgjörn og stöðug að þau geta flust alla leið upp í heiðhvolfið án þess að brotna niður. Ein stök sameind af ósoneyðandi efni getur orsakað eyðingu fjölda ósonsameinda áður en hún verður óvirk. Gróðurhúsaáhrif eru hækkun á meðalhita reikistjörnu, vegna gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi hennar. Flestir vísindamenn telja hækkun meðalhita jarðar sé vegna aukinnar losunar mannsins á gróðurhúsalofttegundum en náttúruleg fyrirbæri eins og mismunandi geislun sólar og áhrif frá eldfjöllum geta líka haft áhrif til hækkunar hita. Afleyðingarnar eru aukning á húðkrabba, blinda vex og truflar lífsstarfsemi svifs, dregur úr afköstum plantna. Leiðir til lausna eru t.d. að tryggja að núverandi notkun ósoneyðandi efna verði hætt, að ólögleg verslun með efnin verði stöðvuð, og að eldri búnaður og vörur með ósoneyðandi efnum verði meðhöndlaðar á ábyrgan hátt svo efnin losni ekki út í andrúmsloftið.