Fara í innihald

Ultimate Frisbee

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ultimate)
Ultimate Frisbí - Heimsleikarnir 2005 í Duisburg, Þýskalandi - Úrslitaleikur Bandaríkjanna og Ástralíu

Ultimate Frisbí (stundum stafað Ultimate Frisbee) er leikur þar sem tvö lið leika á stórum leikvelli og eru sjö leikmenn í hvoru liði. Svifdiskurinn gengur milli leikmanna með köstum og það lið skorar mark sem tekst að kasta flugdiskinum til samherja sem staddur er á endasvæðinu (þ.e. marksvæðinu). Leikmenn mega hlaupa um völlinn, nema þegar þeir halda á flugdiskinum. Ultimate er hraður leikur sem byggir á mikill samkeppni og þar sem samvinna leikmanna er lykilatriði.

Markmið leiksins

[breyta | breyta frumkóða]

Ultimate er spilað með tveimur 7 manna liðum (5 ef spilað er innanhúss) og einum flugdisk (frisbí). Leikvöllurinn er 100 x 37m en ef innanhúss er það handboltavöllur. Í sitthvorum enda leiksvæðis er svo kallað endasvæði sem er 18m (6m innanhúss).

Í upphafi leiks og eftir að stig hefur verið skorað standa bæði liðin á marklínu endasvæðis. Liðið sem skoraði síðasta stig kastar diskinum. Hitt liðið fær umráð disksins þar sem hann lendir og verður þar með að sóknarliðinu.

Að skora stig

[breyta | breyta frumkóða]

Stig er skorað þegar sóknarliðinu tekst að grípa diskinn inni á endasvæði varnarliðsins. Stigið er aðeins gilt ef það var leikmaður sóknarliðsins sem kastaði disknum. Liðið sem fyrst skorar 19 stig með minnst 2 stiga mun sigrar, annars það lið sem fyrst skorar 21 stig. Við 10 stiga skor er tekinn 10 mín. hálfleikur.

Innan- og utan vallar

[breyta | breyta frumkóða]

Diskur telst innan vallar ef hann er gripinn inni á leikvellinum. Hliðarlínur og endalínur teljast utan vallar. Þannig verður sóknarleikmaður einnig að grípa diskinn innan endasvæðis án þess að snerta nokkra línu til þess að það teljist sem skorað stig.

Að spila disknum

[breyta | breyta frumkóða]

Leikmaður sem heldur á disknum getur spilað (kastað) honum í hvaða átt sem er. Það verður hann að gera innan tíu sekúndna og stendur varnarmaður á móti honum og telur upp í tíu. Það er bannað að ganga með diskinn.

Diskurinn fer til hins liðsins

[breyta | breyta frumkóða]

Varnarliðið fær yfirráð disksins þegar tekst að grípa inní kast sóknarliðsins, t.d. vegna þess að diskurinn hefur snert jörðina, er gripinn eða sleginn niður af varnarliðinu ellegar er gripinn utan vallar. Þá verður varnarliðið að sóknarliði.

Innáskiptingar leikmanna

[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að stig hefur verið skorað mega bæði lið skipta inn og út eins mörgum leikmönnum og þá lystir.

Engin snerting

[breyta | breyta frumkóða]

Ultimate er íþrótt þar sem er ekki líkamssnerting á milli liða. Það er bannað.

Þegar villa er gerð skal leikmaður kalla “VILLA”. Allir leikmenn verða strax að standa kyrrir þar sem þeir eru staddir og leikur stöðvast. Þannig á að reyna að hefja leik aftur eins og engin villa hefði verið gerð. Ef leikmenn geta ekki komið sér saman um niðurstöðu skal disknum skilað til þess sem var síðast með diskinn og leikurinn heldur áfram þaðan.

Enginn dómari

[breyta | breyta frumkóða]

Hinn sanni íþróttaandi er mjög mikilvægur hluti allra flugdiskaíþrótta. Eins og í öðrum flugdiskaíþróttum er Ultimate spilað án dómara. Leikmenn sjálfir bera ábyrgð á framvindu leiksins.