Tímaeignarfall
Útlit
Það þarf að skrifa þessa grein út frá alþjóðlegu sjónarmiði. Vinsamlegast bættu greinina eða ræddu málið á spjallsíðunni. |
Tímaeignarfall er eignarfall án sérstaks fallvalds sem táknar tímann þegar eitthvað gerist, t.d. þessa árs og kvölds og morgna. Í íslensku er tíminn ýmist táknaður í þolfalli eða þágufalli, hvort heldur er með forsetningum eða forsetningarlaust. Til algerra undantekninga telst þó tímaeignarfallið.[1]
Tímaeignarfallið hefur fylgt málinu lengi. Komið annars dags = annan dag, segir í Völundarkviðu og í Hávamálum: Hins hindra dags (= daginn eftir) gengu hrímþursar.