Fara í innihald

Höfnunar- og fastheldnismistök

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Type I error)

Höfnunarmistök[1][2] eða alfamistök[1] (e. type I error, α error, false alarm rate (FAR) eða false positive og kallast slík niðurstaða falsjákvæð niðurstaða[3]) og fastheldnismistök[1][4] eða betamistök[1] (e. type II error, β error eða false negative og slík niðurstaða kallast falsneikvæð niðurstaða[5]) eru hugtök í tölfræði sem eiga við mistök í tölfræðilegri marktækni.

  • Höfnunarmistök (α)
    Þegar núlltilgátu sem er sönn er ranglega hafnað.[1] Þ.e. ef kona er sögð vera ólétt þegar hún er það ekki, og kallast sú niðurstaða falsjákvæð.[3]. Það er algent að miða við að líkur á höfnunarmistökum séu eða ,[1] þ.e. að það séu 5% eða 1% líkur á því að núlltilgátu sé ranglega hafnað.
  • Fastheldnismistök (β)
    Þegar rangri núlltilgátu er ekki hafnað.[1] Þ.e. ef kona er ekki sögð vera ólétt þegar hún er það í raun, og kallast sú niðurstaða falsneikvæð.[5]

Það er aldrei hægt að vera fullviss hvort verið sé að gera höfnunar- eða eða fastheldnismistök.[1]