Rækjumauk
Útlit
(Endurbeint frá Terasi)
Rækjumauk er gerjað mauk gert úr heilum rækjum eða átu og er vinsæll bragðbætir í matargerð Suðaustur-Asíu og Suður-Kína. Smárækjur eru þerraðar, maukaðar og blandaðar salti, og maukið síðan látið gerjast í nokkrar vikur. Rækjumauk er bæði bragð- og lyktsterkt, en mauk af betri gæðum hefur venjulega mildara bragð. Rækjumauk gengur undir ýmsum nöfnum, eins og terasi (í Indónesíu), belacan (í Malasíu), bagoóng (á Filippseyjum), haam ha (í Kína) og kapi (í Kambódíu og Taílandi).