Fara í innihald

Spjall:Vindur

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kristinn Ágúst Friðfinnsson spyr: „Eftir mínum kokkabókum er lítill stafur í sól og jörð. Er það ekki alveg öruggt?“ Þessu er reyndar hægt að svara með neii. Það er mjög farið að tíðkast og er jafnvel gert í (sumum) kennslubókum að ég held, að líta á orðin Jörð, Máni og Sól sem sérnöfn á sama hátt og Merkúr, Venus, Mars o.s.frv. Um þetta geta þó að sjálfsögðu verið skiptar skoðanir. Ég sá fyrir skömmu próf í jarðfræði í ónefndum framhaldsskóla og þar var alveg ljóst að kennarinn vildi skrifa þessi orð öll með stórum staf. --Mói 17. maí 2006 kl. 21:56 (UTC)[svara]

Stór stafur í þessum orðum er samt umdeilanlegur en á hinn bóginn getur enginn haldið því fram að það sé rangt að hafa lítinn staf í þeim (jafnvel ekki þeir sem vilja að hinn rithátturinn verði líka viðurkenndur). Þannig að það er öruggara að hafa lítinn staf. --Cessator 17. maí 2006 kl. 23:16 (UTC)[svara]
Ég lít á Máni sem gamalt íslenskt sérnafn yfir tungl Jarðar. Aðeins ein jörð er kölluð Jörðin, og sömuleiðis er aðeins ein sól kölluð Sólin, þrátt fyrir að sólir, eða sólstjörnur eru margar, og sömuleiðis jarðir, þ.e., jarðhnettir eða reikistjörnur. Jörðin hefur eitt tungl sem er gjarnan kallað Tunglið í daglegu tali sökum einkvæmis þess, en ætti með réttu að heita ýmist Máni (á íslensku) eða Luna (úr latínu). Sömuleiðis ætti sólin okkar að heita Solaris (úr latínu). En það er bara mín skoðun. --Smári McCarthy 19. maí 2006 kl. 00:15 (UTC)[svara]
Solaris er reyndar lýsingarorð á latínu, sól á latínu er sol. Þetta er auðvitað allt rétt sem þú bendir á, það er aðeins ein jörð sem kallast jörð og tungl jarðar er venjulega nefnt tunglið m. ákv. gr. og þetta geta allt verið sérnöfn en þau þurfa samt ekki að vera það og það verður ekki hrakið þótt sýnt verði fram á að þau geti verið sérnöfn líka. Og fyrst notkun þeirra sem sérnafna er umdeildari er hitt, eins og ég segi, öruggara. Hvað ætli stafsetningarorðabækur segi annars um þetta? --Cessator 19. maí 2006 kl. 00:35 (UTC)[svara]
Þetta virðist samt vera þróunin. Mig minnir t.d. endilega að það hafi átt að skrifa alþingi með litlum staf, en nú orðið skrifa það nær allir með stórum. Virðist svo vera 50/50 með hluti eins og heiti deilda í HÍ, heiti ráðuneyta og opinberra stofnana o.s.frv. Einhverjum þykir þetta vafalaust dæmi um ameríkaniseringu („hástafaveiki“). --Akigka 19. maí 2006 kl. 00:45 (UTC)[svara]
Já og einhvern tímann verður þetta kannski viðurkenndur ritháttur. Hins vegar fengist villa fyrir að rita „jörð“, „sól“ og „tungl“ með stórum staf á prófi í skóla. Þess vegna er öruggast að skrifa orðin með litlum staf. Hvað svo sem sagt verður um hinn ritháttinn er a.m.k. ekki rangt að rita þau með litlum staf. --Cessator 19. maí 2006 kl. 02:18 (UTC)[svara]
Þess má geta að skv. ritreglum Íslenskrar málstöðvar skal rita „Alþingi“ með stórum staf, enda sérnafn. Sömu reglur taka dæmi af orðunum „jörð“, „sól“ og „tungl“ sem samnöfnum. --Cessator 19. maí 2006 kl. 02:22 (UTC)[svara]
Ég var að kanna þetta og það virðist sem alla vega í einhverjum fornsagnaútgáfum og Jóni Árnasyni sé Alþingi skrifað með litlum staf, enda hefur orðið upphaflega varla verið talið sérnafn heldur samnafn, líkt og stórþing eða stéttaþing. Orðið hefur því breyst í sérnafn með tímanum. --Akigka 19. maí 2006 kl. 09:59 (UTC)[svara]
Já, stjórnarskráin virðist líta á Alþingi sem heiti tiltekinnar stofnunar. Sennilega hefur verið litið svo á frá því við fengum fyrst stjórnarskrá. --Cessator 19. maí 2006 kl. 11:07 (UTC)[svara]