Fara í innihald

Spjall:Stúpa

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Er eðlilegt að hafa enska tengla á íslensku Viggu? Skil að það gæti verið eðlilegt að hafa einn eða tvo - en svona marga? --85.220.88.116 20. apríl 2008 kl. 17:06 (UTC)

Ef þú meinar tengla í síður á ensku undir fyrirögninni Tenglar já, það þyrfti hinsvegar að þýða textann sem er notaður til að tengja í viðkomandi síður. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 20. apríl 2008 kl. 17:07 (UTC)[svara]
Ég er ekki viss um það. Heiti síðu er eins og heiti á blaða- eða tímaritsgrein, maður myndi ekki þýða titil á tímaritsgrein í meginmáli og þ.a.l. ekki heldur titil á grein sem sem tengt er í. --Cessator 20. apríl 2008 kl. 17:25 (UTC)[svara]
En ef titill á síðu er svo sérhæfður að almennir lesendur skilja hann ekki borgar sig að bæta við útskýringu... Við erum nú einu sinni með alfræðirit á íslensku. — Jóna Þórunn 20. apríl 2008 kl. 17:26 (UTC)[svara]
Það er svo sem hægt að bæta við þýðingu á titli innan sviga. En venjulega gerir maður það ekki. Hér er dæmi: „Í Word and Object 16 segir Quine að ...“ og „Þessari línu fylgja til dæmis Horwich í bók sinni Truth frá 1990“ (úr þýðingu á grein eftir Donald Davidson). Hér væri ekki við hæfi að þýða titlana nema bækurnar séu til á íslensku, þótt það sé stundum gert aðallega þegar um mjög fræg ritverk er að ræða. Ég held að það sé ekki heldur við hæfi að þýða titlana á þeim vefsíðum sem tengt er í. Aðalatriðið er að gefa titilinn réttan en ekki lýsingu, t.d. „góð síða um kanínur“ o.s.frv. --Cessator 20. apríl 2008 kl. 17:35 (UTC)[svara]