Spjall:Robert Koch

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Greinin Robert Koch er gæðagrein. Það merkir að Wikipedia-samfélagið telur hana vera mjög vandaða grein. Þrátt fyrir það er að sjálfsögðu ávallt hægt að gera betur og þér er velkomið að bæta hana á hvern þann hátt sem þér dettur í hug.


Hvar eru heimildir fyrir því að hann sé nefndur faðir bakteríufræðanna? Seinna meir segir að berklar hafi verið valdir 1/7 dauðsföllum? Hvar? Í Berlín? Í Þýskalandi? Hver er heimildin? --Jabbi 8. febrúar 2009 kl. 12:02 (UTC)[svara]

Kærar þakkir, Jabbi, fyrir að lesa þetta yfir og gera vænan slatta af góðum lagfæringum. Ég smellti inn heimildum fyrir þessum fullyrðingum. Finna má ógrynni dæma um að Koch sé nefndur faðir bakteríufræðanna - ég stakk bara inn vísun í algenga kennslubók í örverufræði og svo í eina af mörgum ævisögum hans þar sem þessi nafngift kemur meira að segja fram í titlinum (hef reyndar ekki lesið hana þessa - þarf að gera það við tækifæri). Varðandi dánartíðnina, þá má sjálfsagt finna betri heimildir, en Microbiology greinin sem ég vísaði í hefur þetta eftir Koch sjálfum (berklagreinin frá 1882) og gerðist ég svo djarfur að hnupla tilvísuninni (ég veit ... ekki góð vinnubrögð - en stundum leyfir maður sér að vera latur). --Oddurv 8. febrúar 2009 kl. 17:07 (UTC)[svara]