Fara í innihald

Spjall:Krupp

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Cessator, flott að þú tókst eftir þessum ruglingi á myndinni Krupp köllunum. Aumingja kallinn þessi eldri Krupp, hann dó hálfri öld áður en seinni heimstyrjöldin var og er því ekki grunaður eða ákærður fyrir neina stríðsglæpi í þeirri styrjöld. Það var nú ansalegt að ég skyldi ekki taka eftir þessu sjálf, myndin bar með sér frá hvaða tímabili hún var, ég einmitt spáði í hvað þetta væri gamaldags mynd og hvað það væri skrýtið að hún væri efst þegar neðar í greininni var talað um þennan sem var dæmdur fyrir stríðsglæpi. Ég studdist við greinina á dönsku wikipedia og þar var þessi villa, það var vitlaust nafn undir myndinni. Ég rt núbúin sð leiðrétt þetta á dönsku wikipedia. Annars er þetta er nú skemmtilegt dæmi um hvernig villur geta flætt inn í margar wikipedia útgáfur og líka hvernig þær eru leiðréttar ef nógu árvökulir notendur taka eftir þeim.

Þetta tilvík sýnir líka að það er ekki ráðlegt að þýða úr dönsku. Það er miklu nákvæmari og faglegri greinar í ensku wikipedia og sennilega eru villur þar fyrr leiðréttar því fleiri nota þær greinar.--Salvör Gissurardóttir 25. júlí 2008 kl. 12:46 (UTC)[svara]

Ég held að það sé rétt hjá þér að enska Wikipedian hefur miklu fleiri góðar greinar, það eru meiri líkur á að grein þar sé ítarleg og vandlega lesin yfir heldur en grein um sama efni á öðru tungumáli. En auðvitað þarf að meta hverja grein út af fyrir sig. Bæði eru villur á ensku Wikipediunni líka og svo er vafalaust margt gott á þeirri dönsku. --Cessator 25. júlí 2008 kl. 14:33 (UTC)[svara]
Danska wiki er ekkert verri né ónákvæmari en aðrar. Varðandi Krupp og fjölskyldu væri kannski ráð að skoða þá þýsku? Mér hefur hingað til virst hún vera nákæm, og fjölskyldan var nú líka prússnesk/þýsk ;o)