Spjall:Jötunn
Útlit
Mótsögn
[breyta frumkóða]Finnska er ekki germanskt mál, ekki einu sinni indó-evrópskt. Því getur ekki verið að jötunn sé tökuorð úr finnsku sem hafi upphaflega verið prótó-germanska. 66.117.142.230 10. júlí 2009 kl. 03:36 (UTC)
- Rétt, finnska er hvorki germanskt mál né indó-evrópskt. En ég les það ekki úr textanum að verið sé að segja það. Það getur vel verið að uppruni orðsins sé sá að það hafi verið tökuorð úr finnsku og komið þaðan í prótó-germönsku og orðið germanskt orð; og svo þróast áfram í germönskum málum. Alveg eins og rót orðsins „bíll“ er ekki heldur germönsk að uppruna heldur er það orð tökuorð í germönsku máli (þ.e. íslensku) sem á rætur að rekja til til latínu; en samt er orðið „bíll“ núna íslenskt orð og á sér sína sögu í germönsku máli, þ.e. íslensku. Annars veit ég ekkert um uppruna orðsins „jötunn“. Það má vel vera að það sé della sem fram kemur í greininni. --Cessator 10. júlí 2009 kl. 14:25 (UTC)
- Af þþví að Cessator leggur svo mikla áherslu á íslenskuna í þessu dæmi finnst mér rétt að benda á að hún er ekki ein um þetta. Orðið bíll er dregið af latneska orðinu mobile, sem þýðir hreyfanlegur. Stundum er bent á automobile, sem þýðir sjálfhreyfandi. Í ensku er gjarnan notað orðið mobile um bíl og í þýsku er talað um Auto. Bæði enskan og þýskan nota því latínu yfir þetta fyrirbæri, sem á íslensku heitir bíll. Mörg fleiri dæmi mætti tína til sem sýna fram á upptöku orða í indó-germönsk mál frá málum með allt annan uppruna og felst engin mótsögn í slíku. --Mói 10. júlí 2009 kl. 16:38 (UTC)